Saturday, December 29, 2007

Fimmti í jólum

Já, það var margt brallað í dag! Við Mikael drifum okkur eldsnemma á fætur og ég keyrði hann upp í Hlíðarfjall (eða Skíðafjall eins og hann segir alltaf) og skráði hann í skíðaskólann frá 10:00-14:00 fór svo sjálf á skíði á milli 13:10 og 14:30 hef ekki alveg jafn mikið úthald í þetta eins og hann...ekki ennþá ;) Fór meira að segja eina ferð með Mikael í stólalyftuna og það gekk svona frekar hægt en nokkuð örugglega fyrir sig ;) Held samt að hann verði að læra aðeins betur á skíði áður en að hann þvælist mikið með mér, því ég er ekki góð til aðstoðar! Annars finnst mér skemmtilegast að fara í svigi niður brekkurnar (frekar hægt miðað við alla sem fara framhjá mér...en það kemur) og ímynda mér að ég sé Ingimar Stenmark, ef einhver man eftir honum frá því í gamla-gamla daga ;) en auðvitað segi ég ekki nokkrum manni frá þessum hugsunum mínum á leiðinni niður brekkurnar. En þetta var rosa gaman. Svo var jóla-kaffiboð hjá Þórði bró. og Öllu mág. og var það ekki af verri endanum frekar en vanalega þegar maður rekur nefið þar inn :) og alveg snilld að koma glorsoltinn inn af skíðum og fá heitt kakó og smurbrauðs-og rjómatertur :) Takk fyrir mig og mína :)
Verst að þau Árni bró.og Có eru veikindaföst á Egilsstöðum :( en maður vonar nú að þau komist norður yfir heiðar fyrir áramótin...ansi er nú samt að verða stutt í þessi áramót!
Það hlýtur einhver að hafa komist í dagatalið og kippt úr einum mánuði eða svo, árið getur bara ekki verið svona fljótt að að líða!
Nú sitjum við Mikael bara og borðum soðna ýsu...loksins fékk maður fisk :)
Jæja, ætla að máta sófann aðeins...

Till next...adios

No comments: