Sunday, December 23, 2007

Ketkrókur

Í gær kom ég ýmsu í verk en ekki miklu samt. Við fórum í kirkjugarðinn með jólagrein á leiðið hjá pabba, það var svolítið kalt, en ljósakrossar og aðrar skreytingar gerðu garðinn bara ljómandi fallegan. Það var víst búið að spá einhverju kreisí veðri hér í dag, en núna er a.m.k bara þokkaleg blíða, vona að það haldist. Svo byrti aldeilis yfir ganginum hjá mér í gær, nýja ljósið komið upp og skín mjög skært ;) Hugsa að ég verði að reyna að taka aðeins til á ganginum, nú sést allt draslið svo vel. Svo keyrði ég út nokkur jólakort í gær, lét strákana hlaupa með þau í lúgurnar og hann Mikael náði að detta tvisvar á hausinn (eða á hnéin), samt er ekki nein hálka eða neitt...ég veit ekki hvernig þeir bræður fara að þessu, en þeir eru ótrúlega miklir hrakfallabálkar...sérstaklega þó Mikael. Einnhvað virðist þó hausinn á Kristjáni að vera að stækka, því hann er alltaf að reka hann í núna, veggi eða dyrakarma! Þetta eru hæfileikar!
Svo í allt gærkveld var Mikael hálf vælandi yfir fætinum á sér (tók nú alveg móðursýkiskast á tímabili) og seint í gærkveldi þá varð Kristján allt í einu lasinn. Og þegar ég segi allt í einu, þá meina ég allt í einu! Þetta var svona tralll lalala...mér er illt í hálsinum...mér líður allsstaðar illa! Skæl skæl skæl...það voru ekki glaðir bræður sem skriðu í rúmið í gærkveldi, heldur vælandi-skælandi bræður. Kristján er ennþá alveg ónýtur, held hann sé kominn með pestina sem Mikael var með síðustu helgi, vona bara að þetta gangi jafn fljótt yfir hjá honum annars er aðfangadegi stofnað í uppnám! Jæja, er búin að lofa Kristjáni að skjótast í apótek og kaupa hálstöflur og kanski verkjatöflur og eitthvað fleira.
Vona að síðasti jólasveinninn komi bara með góða heilsu og gleði í skóinn :)

Till next...adios

No comments: