Kræst! Úff púff dagur í dag. Var að vinna, í gömlu eldhús vinnunni minni, frá 8:00-16:00, lét svo Kristján plata mig í BT til að kaupa "skógjöfina" fyrir jólasveininn. Hann Kristján gerði nefnilega samning við jólasveininn fyrir ca.2 árum, að í stað þess að fá 13 sinnum eitthvað smotterí, þá fengi hann bara einn "veglegan" pakka. og þar sem jólasveinninn var viss um að hafa nóg að gera þegar hin alvöru skóvertíð byrjar og Kristján alveg búin að sjá út vænlegan pakka, þá var bara drifið í þessu.
Þegar heim var komið, þá helltist yfir mig heljarinnar þreyta! Ég lognaðist útaf í sófanum og lá þar nánast meðvitundarlaus til að verða 8. Þá fannst mér ég verða að sinna eitthvað næringarmálum fjölskyldunnar og eldaði lasagna að minni alkunnu snilld. En viti menn, Mikael vildi bara kornflögur og Kristján borðaði hummmm kanski 2 bita og var þá saddur. Hefði bara alveg geta sleppt eldamennskunni í kvöld.
Núna sit ég hér með hausverk og almennan slappleika og er að gleypa í mig hressingu (borðaði smá mat jú) en hressingin er í töflu formi, Omega 3-6-9, vítamín með steinefnum, hvítlaukstöflur og einhver lítil rauð pilla, bólgueyðandi og verkjastillandi. Þegar ég verð búin að koma þessu niður ætla ég beint í rúmið og vonast til þess að komast í vinnuna í fyrramálið.
Annars er nú lífið samt alltaf jafn dásamlegt :)
Till next...adios
Tuesday, December 04, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment