Tuesday, December 18, 2007

Hurðaskellir

Vaknaði við einhvern hávaða eldsnemma í morgun, fattaði það ekki fyrr en Mikael gáði í skóinn sinn að þetta var auðvitað jólasveinninn :) Og enn ein sönnun þess að jólasveinninn er til byrtist mér í dag...í bókstaflegri merkingu, það komu þrammandi 2 jólasveinar inn í eldhús FSA (já, ég var sko að vinna í dag) æddu inn á GÁMES svæðið með hrópum og köllum ofan af fjöllum og sungu jólalag. Gáfu okkur svo rista stóran Makkintoss-bauk, svo við yrðum svolítð sætari þarna í eldhúsinu ;) og maður er sko búinn að standa sig í því ;) nammi namm! Þetta var nú skemmtilegt :)
Annars var tíðindalítið í dag...ég gleymdi að fara í skólann hjá Mikael í morgun, það var einhver foreldra-kynning í gangi, fékk reyndar póst frá kennaranum hans Mikaels í gær, en þar var sko ekkert verið að minna mann á þetta! Vona að mér verði fyrirgefið fyrir fermingu ;/
En ég keypti svo flotta skó handa honum í gær að ég hugsa að ég komist nú upp með ýmislegt næstu daga...hann varð ekki einusinni mjög fúll yfir því að fá sokka í skóinn í morgun ;)

Allur snjór er farinn, veit ekki alveg hvert hann fór, en spurning um að lýsa eftir honum: "tapast hefur snjór, hvítur á lit, brúkast gjarnan undir skíði og annað dót, og um jól til áhorfs, er annars oft til mikils ama einkum þegar hann hrúgast upp í bunka og festir bíla, svo er hann líka dálítið kaldur"...cool snow ;) Hætt að bulla í bili þó...hó hó hó *<:o)

Till next...adios

No comments: