Wednesday, December 19, 2007

Skyrgámur

Vá, næstum gleymdi að blogga maður....og þá hefði dottið út einn jólasveinn og ekki má það nú! ;)
Annars hef ég nú bara varla verið heima hjá mér í allan dag. Var að vinna frá 8-17 og fór svo í matarboð kl.19 og var að koma heim rétt um kl.23 ...voða skemmtilegar svona staðreyndir í tölum ;) Litlu jólin eru hjá strákunum á morgun og svo verður legið í leti og í fleti næstu tvær vikurnar, með kanski örlitlum undantekningum. Hef reyndar verið að hugsa um hvort ég eigi ekki að drífa mig í skokkið aftur...hef ekki farið síðan hummm í lok október, er bara að verða feit og sælleg...or notttttt!!!!!!(ætla að hugsa þetta samt aðeins lengur...) En gæti svo sem orðið það ef ég held þessu áti áfram, ef ég er ekki að borða mat þá er ég að borða konfekt! Gott að þurfa ekki að vinna fleiri daga á þessu ári ;)
Kristján kom heim með einkunnarblaðið sitt í dag, las upp fyrir mig og lofaði bót og betrun á næsta ári...í þessum "fallfögum sínum" ég var ekkert voða glöð, hann fékk reyndar nokkrar ágætis einkunnir, en sumar, eins og t.d íslenska, stærðfræði og náttúrufræði voru undir 5 en svo er hann að fá flottar einkunnir í öðrum fögum eins og 9 í vefhönnun, 8,5 í myndmennt, 8 í matreiðslu (aldrei nennir hann samt að elda heima), 7,5 í ensku og 6,5 í dönsku sem mér finnt nú bara ansi gott :)
En ég vona bara að loforðin hans standi!
Vonast til þess að ég geti farið að setja einkunnirnar mínar inn á bloggið ;) á eftir að fá fyrir þessar blessuðu ritgerðir ennþá. En fékk 5,2 í rökfræðiprófinu...hummm, ekkert spes einkunn, en náði þó ;) (þetta gildir 20% í vinnulagsáfanga).
Jæja, hef ekki meira að segja í bili, er þreytt og ætla að dríbba mig í bólið :) Goood night !

Till next...adios

No comments: