Thursday, December 13, 2007

Giljagaur


Það er best að líta aðeins upp úr bókunum, enda byrjað arg og garg út á leikvelli, svo smá pása er fín ;) Er nánast búin að sitja og lesa síðan kl.8 í morgun, þetta er miklu meiri lestur en ég hélt ;/
Ég fann annars þessa skemmtilegu mynd í myndasafninu mínu og ákvað að deila henni með ykkur:)
Hef annars ekki mikið meira að segja í dag en í gær...
Fartölvan mín ber nafn með rentu: fartölva, ég er nefnilega búin að fara ótrúlega oft með hana á milli eldhússins og stofunnar. Ég sit oftast og læri við eldhúsborðið (eldhúsið er sem sé nokkurskonar eldhússkrifstofa) og svo labba ég með tölvuna inn í stofu þegar ég þarf að prenta eitthvað, því að prentarinn er staddur í stofunni (eða stofuskrifstofunni). Ég bara hafði ekki pláss fyrir prentarann í eldhúsinu, og ef ég reyni að læra í stofunni þá sofna ég ;)
Annars er ég að spá í að breyta stofuskrifstofunni í svefnherbergi líka, sum sé svefnherbergisskrifstofustofu, en hann Mikael minn er farinn að kvarta svo mikið um herbergisleysi að ég er að hugsa um að eftirláta honum herbergið mitt einhverntíman eftir áramót og flytja sjálfa mig inn í stofu. Henda bara út ónýta sófanum sem er þar og kaupa svefnsófa. Það verður þá kanski til þess að ég fer að búa um mig á morgnana ;) En þetta er svona í gerjun, þarf a.m.k að gera eitthvað í þessu fyrir afmælið hans Mikaels, en hann fullyrðir það að honum verði strítt ef hann verður ekki kominn með eigið herbergi þá. Reyndar er það ekki bara herbergi sem hann vill, heldur líka sjónvarp, tölva og a.m.k tvær fjarstýringar á tölvuna ;)
Svo þetta gæti kostað sitt ;) best að byrja að spara og einhenda mér í þetta þegar snjóa leysir...sem er nú reyndar alltaf að gerast...hummm, jæja, ég sé til.

Till next...adios

1 comment:

Hanna Stef said...

Þetta er flott mynd og bara mikill svipur með þeim!! Það verður fínt þegar þú verður komin með svefnsófa í stofuna. Þá getur maður lagt sig eftir átið í saumaklúbbnum!!! Þér að segja þá er ég komin með smá heyrn - jibbí!! Er voða glöð með það. Sjáumst í næstu viku - og heyrumst vonandi líka!!:-)