Thursday, December 06, 2007

Jólamatur

Þetta var víst bara þreyta sem þjáði mig þarna á þriðjudaginn...og kanski smá kvef. Það er greinilega bara svona langt síðan að ég hef unnið eitthvað, að þetta fór alveg með mig að vinna heilan dag...greinilega mikið léttara að vera í skóla, og skemmtilegra ;) vildi bara vera á launum við að skólast, það væri alger snilld.
Í dag var jólamatur í vinnunni, hangikjöt með tilheyrandi og þá er öllu staffi FSA boðið í mat. Þetta er sem sagt "jólagjöf" yfirstjórnarinnar til hins allmenna starfsmanns. Allir glaðir en voða mikið að gera í eldhúsinu, eins gott að ég ákvað að vinna og algerlega bjarga þeim, hefðu ekkert ráðið við þetta án mín ;) já, fyrst að það segir þetta enginn annar þá segi ég þetta bara;). Ég vann frá 8-14 nennti ekki að vera lengur og fór heim og lagaði til í stofunni og núna sést í stofuborðið! En það er eitthvað sem hefur ekki gerst síðan í haust. Ætla bara að skúra yfir gólfið á eftir og innsigla svo stofuna fram til jóla :) verst að það er ekki hurð á henni sem hægt er að loka....hummm, kanski væri rafmagnsgirðing ágæt!
Annars ætlaði ég nú að reyna að byrja á þessari ritgerð, sem ég þarf að skila 14.des. en draslið í stofunni var bara farið að flæða um alla íbúð...eða var kanski draslið í íbúðinni farið að flæða inn í stofu...ekki gott að segja. En nú er amk stofan fín :) þótt restin sé eins og svín.
Planið núna er þá sem sagt að skrifa ritgerðina á morgun, taka smá pásu milli 9:30-11:00 og fara í andlitsbað, lit og plokk, halda svo áfram með ritgerðina og helst klára hana fyrir kvöldið. Vona bara að planið haldist...er ekki með plan Bé!

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Alltaf jafn auðmjúk og lítilát sé ég;-) Ég hneigi mig hér með afar djúpt og þakka þér auðmjúklega fyrir að bjarga okkur með jólamatinn! Gangi þér vel með ritgerðarsmíðina. Kv. Hanna

Elísabet Katrín said...

Lítillæti er náttúrulega einn af mínum mestu kostum, en þar fer ég oft á kostum ;) hehe