Monday, December 31, 2007
Gamlársdagur
Við Mikael fengum alveg kast í gær, fórum í Nettó og keyptum smá mat og nauðsynjar. Fórum svo á flugeldamarkað björgunnarsveitarinnar Súlunnar (alveg við hæfi þar sem ég gekk á Súlur fyrri hluta sumars og hefði kanski þurft að bjarga mér þaðan niður...var orðin ansi skjálf-fætt á toppnum, en það reddaðist) og keyptum örlítið af blysum og eina litla tertu...eða kanski meira svona rúgbrauð, svo lítil er hún ;) en við eyddum þarna 4.000 kr. í tóma vitleysu en fyrir góðan málsstað. Veit nú ekki hvar við Íslendingar værum stödd ef við hefðum ekki björgunarsveitirnar, sennilega öll föst upp á fjöllum ;)
Veit ekki hvort ég á eftir að fara yfir farinn veg og skrifa einhvern ægilegan áramótapistil, athuga hvað mér dettur í hug á morgun.
Annars er heldur ekki stefnan að stíga á stokk og strengja áramótaheit, en planið er nú samt að reyna að verða betri manneskja á næsta ári, hugsa vel um strákana mína, standa mig vel í skólanum, hreyfa mig nokkuð reglulega og horfa bjartsýn fram á veginn :)
Eða eins og máltækið góða segir: "Brostu og allur heimurinn brosir með þér, gráttu og þú verður blautur í framan" ;)
Gangið hægt um gleðinnar dyr inn í nýtt ár, eigið góð áramót og fengsælt ár í vændum :)
Knús í krús!
Till next...adios
Saturday, December 29, 2007
Fimmti í jólum
Verst að þau Árni bró.og Có eru veikindaföst á Egilsstöðum :( en maður vonar nú að þau komist norður yfir heiðar fyrir áramótin...ansi er nú samt að verða stutt í þessi áramót!
Það hlýtur einhver að hafa komist í dagatalið og kippt úr einum mánuði eða svo, árið getur bara ekki verið svona fljótt að að líða!
Nú sitjum við Mikael bara og borðum soðna ýsu...loksins fékk maður fisk :)
Jæja, ætla að máta sófann aðeins...
Till next...adios
Friday, December 28, 2007
Fjórði í jólum
Ég byrjaði aðeins að taka til í herberginu hans Kristjáns og þurfti að negla saman rúmið hans sem ég keypti handa honum í vor! Þetta er nú meira draslið! Kostaði nú samt alveg sitt. Held ég sé bara hætt að versla við rúmfatalagerinn!
Jæja, sagðist ætla að hafa þetta örstutt, ætla að reyna að koma Mikael í rúmið ef mér dytti í hug að setja hann í skíðaskólann í fyrramálið ;) fer eftir veðri og færð ;)
Njótið nú síðustu daga ársins og verið góð við hvert annað :)
Till next...adios
Thursday, December 27, 2007
Þriðji í jólum
Svo fer Kristján suður á morgun, það er búið að kaupa flugmiða og alles! Annars er greiið svo fullur af kvefi að hann er farinn að missa heyrn og hefur miklar áhyggjur af þessu öllu saman!
Jæja, ég nenni ekki að skrifa meira í kvöld, er södd, feit og þreytt en verð nú að reyna að vaka samt vel framyfir miðnætti...æfa mig fyrir gamlárskvöld ;)
Till next...adios
Wednesday, December 26, 2007
Annar í jólum
Annars eru nú jólin langt frá því að vera búin. Erum að fara í sveitina á eftir í hið árlega "annar í jólum" jólaboð, en þar mæta allir sem vettlingi geta valdið og eru staddir hér á landi og norðan heiða :)
Annars eru jólin búin að vera fín, allir búnir að fá eitthvað fallegt og borða fjöll af kræsingum. Mikael fékk möndluna á aðfangadagskvöld, enda var hann voða duglegur að borða jólabúðinginn :) Það er langt komið ofaní Quality Street krukkuna sem hann fékk í verðlaun ;) nammi namm!
Veðrið hefði heldur ekki getað verið mikið betra þessi jól, það snjóaði aðeins í gær en núna er voða stillt veður. Væri fínt ef að strákarnir væru jafn stilltir og veðrið! Þeir virðast ekki alveg vera að höndla allt þetta frí og nöldra eins og gamlar kellingar reglulega. Annars stendur nú til að Kristján fari suður til pabba síns á föstudaginn, svo þá verða nú meiri rólegheit, kanski get ég meira að segja byrjað að lesa bækurnar sem ég fékk í jólagjöf :) en þetta er reyndar í fyrsta skipti í mööööööörg ár sem ég hef fengið bók/bækur í jólagjöf :)
Annars er myndavélin mín eitthvað að klikka, fæ hana ekki til að kveikja á sér, ætlaði nefnilega að setja inn eins og eina mynd af ólátabelgjunum í fínu fötunum sínum...en það verður bara að bíða.
Verð samt að segja frá einu fyndnu síðan á þorláksmessu...ég nefnilega rölti í bæinn um kvöldið ásamt vinkonu minni, strákum og hundi, og þar sem við nálguðumst torgið þá heyri ég að eitthvað er um að vera. Á torginu stóð hópur fólks með kerti í hönd, "jæja, bara svona friðar stund á torginu, en sætt" hugsaði ég og staldraði aðeins við. En vitið menn, þá fór einn kall að kenna fólki texta sem hann hafði samið við sálminn Heims um ból. Og laglínan hljómaði einhvernvegin svona: " Farið burt bandaríski her" hummm....ég varð pínu hissa, svo meira hissa og að lokum var ég að hugsa um að verða hneiksluð en fór þess í stað að flissa og gekk í burtu. Hálf vorkenndi þessum hóp "herstöðvarandstæðinga" sem eru greinilega svo fastir í sínu baráttumáli að þau eru ekki búin að fatta að herinn fór fyrir einu og háflu ári síðan! ÆÆ...það er svona að ætla sér aldrei að gefast upp að berjast fyrir málstaðinn...jafnvel þótt að málstaðurinn sé löngu farinn! Ég held að þetta fólk ætti þá að skilja af hverju þjóðir í hinum stóra heimi eru endalaust í stríði þótt varla sé vitað lengur útaf hverju er barist....umhugsunarvert!
Reyndar var ég aldrei á móti hernum, skipti mig reyndar engu máli hvort hann væri eða færi, en samt gott að hafa hann til að bjarga sjómönnum úr háska og fleira fólki úr hrakningum. Væri gaman að sjá tölur yfir það hvað bandarískir hermenn hafa bjargað mörgum Íslendingum á meðan þeir dvöldu hér. Þyrlur bandaríksa hersins voru ólíkt öflugri en litlu síbiluðu þyrlur okkar Ísl.
Friður sé með yður...
Till next...adios
Tuesday, December 25, 2007
Jól
Megi nýja árið uppfylla alla ykkar drauma og verða gleði- og heillaríkt :)
Kær jólakveðja,
Elísabet Katrín, Kristján Esra og Mikael Hugi.
Till next...adios
Monday, December 24, 2007
Kertasníkir
Annars er heilsufarið að skána á bænum, Kristján er reyndar ennþá með hálsbólgu en er skárri og tekur ekki annað í mál en að fara í sveitina! Ég var meira að segja búin að gera plan B og kaupa jólamat ef heilsan yrði ekki góð til ferðalaga, en virðist geta geymt hann eitthvað ;) "Eldsnemma" í gær fórum við Mikael í leiðangur, keyptum hálstöflur í stórum stöflum og fórum svo í buxna og sparibinda-leiðangur. Skemmst er frá því að segja að við riðum ekki feitum hesti frá þeim leiðangri! Hér í bæ (litla-stórbænum Akureyri) eru ekki til gallabuxur nr.122 og ekki til sparibindi á 6 ára stráka! Það eru til sparibindi á pínu-litla stráka og svo aftur stóra-stóra stráka. Reyndar finnst mér þetta skrýtnara með gallabuxurnar. Ég geri þá ráð fyrir að hér um bæ hlaupi um hálf naktir strákar á þessum aldri, eða þá að hér búi fáir sem engir strákar á þessum aldri! Sem passar ekki alveg því að í bekknum hans Mikaels eru 63 krakkar og þar af örugglega 40 strákar, þeir eru a.m.k í stórum meirihluta! Eða hitt að strákar á þessum aldri gangi bara í íþrótta- eða joggingbuxum, eða það langsóttasta....allir 6 ára strákar fá gallabuxur í jólagjöf og þess vegna voru þær ekki til í neinum búðum á Akureyri ;) Þetta er náttúrulega mjög dularfullt. Ok, verð nú samt að viðurkenna að ég átti nú kanski eftir að fara í eina búð, kíki í hana milli jóla og nýárs.
Svo er líka allt jólaöl og appelsín búið í bænum, það er ennþá til aðeins af malti og appelsíni í 10-11 og það kostar líka sitt! Fór þangað í gær og greip með mér tvær kippur....og þær kostuðu nú bara rétt um 2000kr. Hefði bara verið nær að kaupa rauðvín ;) held það sé ódýrara. En ég sá nú samt ekkert eftir þessum aur, strákunum finnst þetta voða gott, og þetta hefur komið sér vel fyrir sjúklinginn minn sem hefur verið mjög lystarlaus.
Jæja, gólfin skúra sig víst ekki sjálf, svo þarf ég að setja í eina vél og náttúrulega skreyta jólatréið :)
Gleðileg jól öllsömul nær og fjær...hó hó hó :)
*<:o)
Till next...adios
Sunday, December 23, 2007
Ketkrókur
Svo í allt gærkveld var Mikael hálf vælandi yfir fætinum á sér (tók nú alveg móðursýkiskast á tímabili) og seint í gærkveldi þá varð Kristján allt í einu lasinn. Og þegar ég segi allt í einu, þá meina ég allt í einu! Þetta var svona tralll lalala...mér er illt í hálsinum...mér líður allsstaðar illa! Skæl skæl skæl...það voru ekki glaðir bræður sem skriðu í rúmið í gærkveldi, heldur vælandi-skælandi bræður. Kristján er ennþá alveg ónýtur, held hann sé kominn með pestina sem Mikael var með síðustu helgi, vona bara að þetta gangi jafn fljótt yfir hjá honum annars er aðfangadegi stofnað í uppnám! Jæja, er búin að lofa Kristjáni að skjótast í apótek og kaupa hálstöflur og kanski verkjatöflur og eitthvað fleira.
Vona að síðasti jólasveinninn komi bara með góða heilsu og gleði í skóinn :)
Till next...adios
Saturday, December 22, 2007
Gáttaþefur
Svo fór ég í BIKO og keypti mér ljós á ganginn! Dugleg...nú er bara spurning hvort ég kem því upp fyrir jól...þarf reyndar að fara og kaupa skrúfur til að festa ljósið í loftið, komst að því að þær fylgja víst ekki með! Kjánalegt! Svo fór ég í Hagkaup og ætlaði að kaupa gallabuxur á Mikael. Það var nú ekki eins auðvelt og það átti að vera. Ég leitaði og leitaði en fann engar í hans númeri. Reyndar var alveg afskaplega lítið úrval af strákafötum yfir höfuð þarna! Örugglega 90%af barnafötunum voru stelpuföt, strákafötin voru í einu horni og fór ekki mikið fyrir þeim. Enn minna fór fyrir starfsfólki, ég leitaði lengi að aðstoð og fann loksins eina í "sokkadeildinni" hún sagðist ekkert vita um barnafötin og fór að leita að einhverjum í það, kom svo og sagði mér að "hún væri rétt ókomin úr mat", ég skyldi bara hinkra aðeins. Ég stóð þarna eins og álfur innan um barnafötin í laaaaangan tíma og gafst upp fyrir rest og fór. Hagkaup fær ekki góða einkunn hjá mér varðandi þjónustu og bæ thei vei ekki BIKO heldur! En jæja, ég ætlaði nú ekki alveg að gefast upp og fór í Glerártorg, fann barnafatabúð þar, þar voru til einar gallabuxur í réttu númeri! Ég keypti þær bara og fór, konan í búðinni var svo sammála mér að það væri erfitt að fá föt á stráka á þessum aldri. Var nærri búin að spyrja hana hvort hún gæti ekki keypt inn meira af fötum á stáka á þessum aldir, en ákvað að segja bara "gleðileg jól" í staðin.
Svo skottaðist ég í sund með strákana, það var fínt, ég lá í heita pottinum og varð eins og sveskja, reyndar var eitthvað verið að laga stóru- gömlu sundlaugina, svo það var ekkert í boði að synda neitt ;) Strákarnir hömuðust í rennibrautinni, rosa stuð hjá þeim.
Svo voru það jóla-tónleikar ársins ;) Hvanndalsbræður, þeir tóku nokkur "falleg" jólalög og dagleg lög og voru náttúrulega haug skemmtilegir eins og vanalega. Svo var tekið smá pöbba-rölt en það var allt mjög rólegt og ég komin heim fyrir kl.01 :) Fínt kvöld.
Jæja, ætli ég verð ekki að kaupa skrúfur og reka Kristján í bæinn að kaupa jólagjöf handa mér ;)
Till next...adios
Friday, December 21, 2007
Gluggagægir
Fór í gærkveldi og keypti handa Kristjáni, og fleirum sem eftir voru. BT er fín búð, einnig Eymundsson, þetta verða "hörð" jól í pökkum í ár frá mér ;) Einnig sendi ég jólakort, gleymdi reyndar einu í sætinu á bílunm, sá það í gærkveldi þegar ég kom heim og nennti ómögulega aftur af stað...hendi því í póst í dag...ef ég nenni ;) Annars er ég að hugsa um að fara í laaaaanga gönguferð um bæinn í dag eða á morgun og læða nokkrum kortum í lúgur.
Kristján hefur ægilega áhyggjur af því að hann er ekki ennþá kominn í jólaskap, er alveg að fara á taugum útaf því strákgreiið...kanski eru hormónarnir búinir að yfirtaka jólaskapið! Ætla nú að gera mitt besta, syngja jólalög í allan dag og kanski kíkja á kaffihús í kakó :) Það er svo gaman að tjilla og dúlla sér bara í rólegheitum :) Annars var Mikael að heimta sundferð...ekki vitlaus hugmynd.
Ætla núna að skokka niður á torg og athuga hvort það eru til miðar á Hvanndalsbræður í kvöld...það kemur manni nú í jólagírinn að hlusta á þá ;)
Þrír dagar til jóla! Reynið að halda ró-inni, friður sé með ykkur ;)
Till next...adios
Thursday, December 20, 2007
Bjúgnakrækir
Ég ræsti strákana rúmlega 8 í morgun, klæddi þá í fín föt (Mikael fór meira að segja í frakka utanyfir sparifötin, eitthvað sem ég mundi allt í einu að ég átti inn í skáp síðan Kristján var á þessum aldri) og þeir gengu glaðir í bragði í skólann á leið á litlu jólin :) Voðalega á ég nú sæta stráka :) Þeir hafa náttúrulega sitt fallega útlit frá feðrum sínum, því að ég held mínu fallega útliti ennþá, en þeir feðurnir báðir orðnir ljótir ;) hehe. (Vona að enginn taki þessu voða alvarlega eða illa). Það hefur nefnilega komið mér pínu á óvart hvað sumir sem lesa bloggið mitt taka því voðalega hátíðlega...halda jafnvel að ég sé í fýlu eða í vondu skapi ef ég er eitthvað að tuða eða hneykslast á hinu og þessu! En svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá myndi ég í fyrsta lagi aldrei nenna að blogga ef ég væri í vondu skapi og í öðru lagi er ég aldrei í vondu skapi ;) Þetta er nú bara allt til gamans gert og meira svona í átt til þess að reyna að vera fyndin heldur en leiðinlegur ;) Ég verð kanski bara misskilin grínisti svona eins og Jón Gnarr...hehe.
Annars er svo margt sem liggur fyrir í dag að ég veit bara ekkert á hverju ég á að byrja! Þarf að skrifa jólakort og senda þau (þeir sem búa fyrir utan íslenska landhelgi fá bara engin kort, því ég er orðin alltof sein....þið þarna úti: gleðileg jól og takk fyrir allt gamallt og gott, frá mér og mínum). Þeir sem búa á Íslandi Íslandi Íslandi, fá vonandi sín kort í hendurnar fyrir jól...held það sé síðasti skiladagur í dag, vona að það reddist ef ég kem þessu í póst fyrir miðnætti ;) Á nú eftir að finna nafna-heimilisfanga listann og svoleiðis...þetta tekur allt saman tíma o sei sei já.
Svo þarf að kaupa gjafir og pakka inn já og ég tala nú ekki um að laga til AFTUR!
Jæja, ætla að reyna að ákveða mig hvort ég klæði mig í skokkgallann og fer smá hring, eða hvort ég klæði mig í venjuleg föt og fer að gera eitthvað af viti...Þarf aðeins að hugsa þetta. Passið ykkur á jólastressinu, virðist vera að gagna núna ;) Lýsi, kertaljós, kakó og kósíheit eru ágætis forvarnir...og forðist búðir, þetta grasserar þar ;)
Till next...adios
Wednesday, December 19, 2007
Skyrgámur
Annars hef ég nú bara varla verið heima hjá mér í allan dag. Var að vinna frá 8-17 og fór svo í matarboð kl.19 og var að koma heim rétt um kl.23 ...voða skemmtilegar svona staðreyndir í tölum ;) Litlu jólin eru hjá strákunum á morgun og svo verður legið í leti og í fleti næstu tvær vikurnar, með kanski örlitlum undantekningum. Hef reyndar verið að hugsa um hvort ég eigi ekki að drífa mig í skokkið aftur...hef ekki farið síðan hummm í lok október, er bara að verða feit og sælleg...or notttttt!!!!!!(ætla að hugsa þetta samt aðeins lengur...) En gæti svo sem orðið það ef ég held þessu áti áfram, ef ég er ekki að borða mat þá er ég að borða konfekt! Gott að þurfa ekki að vinna fleiri daga á þessu ári ;)
Kristján kom heim með einkunnarblaðið sitt í dag, las upp fyrir mig og lofaði bót og betrun á næsta ári...í þessum "fallfögum sínum" ég var ekkert voða glöð, hann fékk reyndar nokkrar ágætis einkunnir, en sumar, eins og t.d íslenska, stærðfræði og náttúrufræði voru undir 5 en svo er hann að fá flottar einkunnir í öðrum fögum eins og 9 í vefhönnun, 8,5 í myndmennt, 8 í matreiðslu (aldrei nennir hann samt að elda heima), 7,5 í ensku og 6,5 í dönsku sem mér finnt nú bara ansi gott :)
En ég vona bara að loforðin hans standi!
Vonast til þess að ég geti farið að setja einkunnirnar mínar inn á bloggið ;) á eftir að fá fyrir þessar blessuðu ritgerðir ennþá. En fékk 5,2 í rökfræðiprófinu...hummm, ekkert spes einkunn, en náði þó ;) (þetta gildir 20% í vinnulagsáfanga).
Jæja, hef ekki meira að segja í bili, er þreytt og ætla að dríbba mig í bólið :) Goood night !
Till next...adios
Tuesday, December 18, 2007
Hurðaskellir
Annars var tíðindalítið í dag...ég gleymdi að fara í skólann hjá Mikael í morgun, það var einhver foreldra-kynning í gangi, fékk reyndar póst frá kennaranum hans Mikaels í gær, en þar var sko ekkert verið að minna mann á þetta! Vona að mér verði fyrirgefið fyrir fermingu ;/
En ég keypti svo flotta skó handa honum í gær að ég hugsa að ég komist nú upp með ýmislegt næstu daga...hann varð ekki einusinni mjög fúll yfir því að fá sokka í skóinn í morgun ;)
Allur snjór er farinn, veit ekki alveg hvert hann fór, en spurning um að lýsa eftir honum: "tapast hefur snjór, hvítur á lit, brúkast gjarnan undir skíði og annað dót, og um jól til áhorfs, er annars oft til mikils ama einkum þegar hann hrúgast upp í bunka og festir bíla, svo er hann líka dálítið kaldur"...cool snow ;) Hætt að bulla í bili þó...hó hó hó *<:o)
Till next...adios
Monday, December 17, 2007
Askasleikir
En núna á eftir á að gera aðra tilraun til þess að fara í búð, og ég vona að það haldi allir heilsu í því ferðalagi. Spruning um að fara bara í Nettó!
Mikael er orðinn fínn, segist reyndar annað slagið vera veikur, en svona meira þegar það hentar honum...eins og ég verð að sækja handa honum eitthvað að drekka af því að hann er svo lasinn.... svo sagðist hann ekki geta farið í skólann á morgun, vegna veikinda, þangað til að ég benti honum á það að þá missti hann af sundinu, þá varð hann voða hress og auðvitað fer hann í skólann á morgun :)
Svei mér þá, ég held bara að það sé farið að dimma aftur!!!!
Fólkið á efri hæðinni hjá mér er alveg að missa sig í jólaljósum, þau voru reyndar byrjuð að setja seríur út í glugga í byrjun nóvember og hafa nánast ekki stoppað síðan...setja meira að segja seríur í geymslugluggana og utanum þvottasnúrurnar. Verður örugglega ekkert gaman að ná þessu af snúrunum eftir jólin ;) Svo var bankað upp hjá mér í gær, þá hafði farið öryggi hjá þeim (og þau eiga náttúrlega engin öryggi, afþví að það er miklu auðveldara að fá þau bara hjá mér) þegar þau voru að segja peru í útiljósið...rauða-jóla-peru! Mér fannst þetta reyndar ferkar minna mig á ljós sem gæfi til kynna pútnahús. Og svo eru þau með bláar seríur í flestum gluggum....vantar alveg alla sjatteríngu í þetta hjá þeim. Þau (eða annaðhvort þeirra hjúa þarna uppi) eru líka farin að spila jólalög á píanóið í tíma og ótíma, sem væri kanksi svolítið sætt ef þau kynnu að spila! "Jólasveinar ganga um gólf " og ekki ein einasta laglína án þess að fara út af laginu...og bara í öllum lögum! Meira að segja ég gæti spilað þessi lög einhent á píanó án þess að ruglast...hehe.
Jæja, held ég verði bara að drífa mig af stað í búðina, búin að gefast upp á að bíða eftir því að það byrti meira ;)
Till next...adios
Sunday, December 16, 2007
Pottaskefill
Mikael varð lasinn í gær, ég fór með strákana í Hagkaup (þar sem brjálæðið er) og eftir svona 5 min þar, fór hann að kvarta ógurlega yfir að sér liði illa, mér fannst það svo sem ekkert skrítið, þar sem fólk tróðst og tróðst og varla hægt að labba um með kerru án þess að sitja fastur á milli fólks með verslunarbrjálæðisglampa í augunum.
Svo það var lítið keypt, bara kjúlli í matinn og ein dvd mynd og svo brunað heim, ég var nú í rauninni bara pínu fegin...
Svo Mikael lá og horfði og sjónvarp og svaf mest megnis allan daginn í gær, eftir búðarferðina.
Ég þóttist ætla að rjátla eitthvað við að laga til, fór nú lítð fyrir því, en náði að fara með 1 ruslapoka af fötum í rauðakrossinn. Þetta voru nú reyndar föt sem ég var búin að setja í poka í haust...svo ekki skilja mig sem svo að ég hafi verið dugleg að fara í gegnum fataskápa ;) isss, það er alveg eftir!
En svo var leikhúsferð í gærkv. á "Ökutíma" og ég veit ekki hvað skal segja. Ég var kanski búin að heyra of mikið af því hvað þetta væri frábært leikrit, að mér fannst það bara svona allt í lagi! Ekkert frábært, en ekkert leiðinlegt heldur. Fanst það kanski full átakalaust miðað við efnið sem var tekið á. En núna vona ég bara að það sé fullt af fólki ósammála mér og skrifi þvílíku kommentin að ekki hafi annað sést ;)
Pabbi hefði átt afmæli í dag, orðið 83 ára, planið var að fara í sveitina en ég veit ekki hvort heilsufar Mikaels leyfir það, en hann er nú samt talsvert hressari en í gær (þarf svo sem ekki að vera mjög hress til þess). Svo sennilega verður maður bara heima að dunda sér og horfa á góða veðrið út um gluggann.
Svo sá ég jólasvein í gær :) ekki á sleða nei, heldur ók hann rauðum fólksbíl hér upp Þórunnarstrætið og flautaði ógurlega og veifaði til mín :)
Ég vissi alltaf að jólasveinninn væri til!!! :)
Till next...adios
Saturday, December 15, 2007
Þvörusleikir
Svo verður bara tjill tjill og leikhús í kvöld :)
Held að það sé brostið á með blíðu, eftir rok og rigningu í gær, virðist vera alveg stillt og gott veður, verst að fíni skíðagöngusnjórinn sem var kominn í fjallið er kanski eitthvað orðinn minni núna. Það runnu hér lækir niður götuna í gær, og maður var gjörsamlega eins og belja á svelli að reyna að fóta sig á öllum klakanum í rokinu ;)
Jæja, ég ætti kanski að reyna að klára að klæða mig, henda í eina þvottavél og drífa strákana út!
Till next...adios
Friday, December 14, 2007
Stúfur
en svo er ég að fara í próf í rökfræði á eftir (kl.14:00) og er ekki alveg að skilja þetta torf! Prufaði að taka sýnipróf í gær og fékk 2 !:(
Það er náttúrulega hrein mannvonska að hafa heilt próf bara krossaspurningar!!! Sérstaklega þegar efnið er um:
Modus Ponens:
Ef A þá B
A
B
Modus Tollens:
Ef A þá B
ekki-B
Ekki A
Eða rökhenda:
A eða B
Ekki A
B
Barbara:
Öll A eru B
Öll B eru C
Öll A eru C
Þetta eru sem sé gild rökform, og er næstum það léttasta við þetta próf!
Jæja, ætla ekki að tuða meira í bili, ég geri bara það sem ég get og vona það besta.
Svo er þriggja daga helgarfrí framundan hjá okkur, bæði mér og strákunum :) Svo vinn ég í tvo daga og fer svo í frí fram yfir áramót! Það kemur þá bara í ljós hvort ég les skólabækur eða aðrar bókmenntir um jólin ;)
Það gæti margt verra gerst en að falla á prófi...lífið er dásamlegt :)
Till next...adios
Thursday, December 13, 2007
Giljagaur
Það er best að líta aðeins upp úr bókunum, enda byrjað arg og garg út á leikvelli, svo smá pása er fín ;) Er nánast búin að sitja og lesa síðan kl.8 í morgun, þetta er miklu meiri lestur en ég hélt ;/
Ég fann annars þessa skemmtilegu mynd í myndasafninu mínu og ákvað að deila henni með ykkur:)
Hef annars ekki mikið meira að segja í dag en í gær...
Fartölvan mín ber nafn með rentu: fartölva, ég er nefnilega búin að fara ótrúlega oft með hana á milli eldhússins og stofunnar. Ég sit oftast og læri við eldhúsborðið (eldhúsið er sem sé nokkurskonar eldhússkrifstofa) og svo labba ég með tölvuna inn í stofu þegar ég þarf að prenta eitthvað, því að prentarinn er staddur í stofunni (eða stofuskrifstofunni). Ég bara hafði ekki pláss fyrir prentarann í eldhúsinu, og ef ég reyni að læra í stofunni þá sofna ég ;)
Annars er ég að spá í að breyta stofuskrifstofunni í svefnherbergi líka, sum sé svefnherbergisskrifstofustofu, en hann Mikael minn er farinn að kvarta svo mikið um herbergisleysi að ég er að hugsa um að eftirláta honum herbergið mitt einhverntíman eftir áramót og flytja sjálfa mig inn í stofu. Henda bara út ónýta sófanum sem er þar og kaupa svefnsófa. Það verður þá kanski til þess að ég fer að búa um mig á morgnana ;) En þetta er svona í gerjun, þarf a.m.k að gera eitthvað í þessu fyrir afmælið hans Mikaels, en hann fullyrðir það að honum verði strítt ef hann verður ekki kominn með eigið herbergi þá. Reyndar er það ekki bara herbergi sem hann vill, heldur líka sjónvarp, tölva og a.m.k tvær fjarstýringar á tölvuna ;)
Svo þetta gæti kostað sitt ;) best að byrja að spara og einhenda mér í þetta þegar snjóa leysir...sem er nú reyndar alltaf að gerast...hummm, jæja, ég sé til.
Till next...adios
Wednesday, December 12, 2007
Stekkjastaur
En hvað um það, ég fór til fjalla í dag, nánar tiltekið í Hlíðarfjall, á gönguskíði. Alveg glimrandi gott veður og færð, gerist ekki mikið betra. Átti nú reyndar að liggja yfir bókum, en gerði það alveg fram að hádegi ;) svo verður það bara allur dagurinn á morgun...lesa lesa!
Annars eru fleiri en ég í prófun, Kristján er í prófaviku, var í stærðfræði í gær (sagðist hafa gengið ágætlega) , í ensku í dag (gekk vel, ekki við öðru að búast) svo fer hann í dönsku á morgun og íslensku á föstudag. Ég er endalaust að rexa í honum að lesa undir prófin, en svo hef ég grun um að bókin sé fljót að lokast um leið og ég fer út úr herberginu hans!
Jæja, ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa núna, bulla bara eins og þvara samt kemur þvörusleikir ekki strax, er fjórði í röðinni.
Ok, ég skal hætta núna...
Till next...adios
Tuesday, December 11, 2007
Sveiflur
Fór með strákana í jólaklippinguna í gær, svo núna á ég bara eftir að kaupa örfáar jólagjafir, skrifa jólakort og þá mega jólin koma ;) Já, og svo reyndar er ég að fara í eitt próf á föstudaginn...í rökfræði, en ég þykist ætla að vera voða dugleg að lesa og læra á morgun og hinn...var að vinna í dag og gær, mikið að gera á stóru heimili ;)
Annars er mig farið að langa að skella mér á gönguskíði, planið var að fara í gær, en þar sem að forstið var það mikið þá var því skotið á frest....núna vona ég bara að ég komist áður en snjórinn verður farinn aftur ;)
Fer á morgun ef ég verð dugleg að læra...verðlauna sjálfa mig :)
Fyrsti jólasveinninn kemur víst í nótt, svo ég ætla að drífa mig í rúmið og vona það besta :)
Till next...adios
Sunday, December 09, 2007
Tónleikar
Annars er ég búin að vera voða dugleg í dag, setti aðventuljósið út í glugga (ekki seinna vænna þar sem annar í aðventu er á morgun) svo fór ég að laga til og þrífa í elhúsinu, setti seríur í báða gluggana og jólagardínur líka! Voða voða dugleg, eldhúsið er nú reyndar bara hálf klárað af því að ég var dregin upp úr skúringarfötunni og á tónleikana, en ég klára þetta á morgun, á undan eða á eftir laufabrauðsgerð ;) Ætla að þykjast gera nokkrar laufabrauðskökur með gamla laginu, já já, eftir uppskrift! Eða, sko...mamma verður búin að hnoða í degið og svo flet ég út ;) og steiki, hviss, hvass, búmm...:)
Annars þrufti ég að skreppa upp á slysó í morgun, þannig var nefnilega að hann Mikael litli lamdi hann Kristján í olbogann og meiddi sig svo í hendinni að hann skældi í allt gerkveld þar til að hann sofnaði. Svo var hann enn svo aumur í morgun, og gerði ekkert með hendinni að ég þorði ekki annað en að láta kíkja á hann. Hann stera Pétur kíkti á kauða, þuklaði hendina og eftir að ég hafði sagð honum hvað hafði gerst (sem sagt að hann hefði lamið bróðir sinn) þá spurði hann voða varlega "hvað er bróðir þinn gamall"? kanski verið hræddur um að hann ætti pínu lítin bróðir sem hann væri að níðast á. En hann sagði að hann væri ekkert brotinn, hefði bara marist illa svo við fórum bara heim, en hendin er nú samt ennþá bólgin og mjög aum. Svo spurði Mikael þegar við komum heim: "mamma var læknirinn eitthvað þroskaheftur?" og ég var nú frekar hissa og segi: "nei, afhverju helduru það", þá sagði Mikael: "heyrðiru ekki hvernig hann talaði ?" hehe... þetta finnst reyndar engum fyndið nema þeim sem vita hver stera Pétur er og hvernig hann talar :)
Jæja, ég ætla að skríða í rúmið og láta mig dreyma um sleðaferð og jólasveina :)
Till next...adios
Friday, December 07, 2007
Ritgerðarskrif
Já, meðan ég man... ég náði hugmyndasöguprófinu, ætla ekkert að flíka einkunninni, en hann KK hefur greinilega verið voða strangur því að einkunnirnar hjá þeim sem náðu voru á bilinu 5-7 og ég var þar á milli ;) bara 1 fékk 8 og engin þar yfir...og nokkrir féllu :(
Þarf að hætta, Mikael lamdi Kristján svo fast að hann meiddi sig í hendinni ....best að hugga aðeins og skammast...tók nú smá syrpu áðan, þar sem ég kíkti inn í stofu og sá að fína tillagningin mín síðan í gær var komin í uppnám!
Till next...adios
Thursday, December 06, 2007
Jólamatur
Í dag var jólamatur í vinnunni, hangikjöt með tilheyrandi og þá er öllu staffi FSA boðið í mat. Þetta er sem sagt "jólagjöf" yfirstjórnarinnar til hins allmenna starfsmanns. Allir glaðir en voða mikið að gera í eldhúsinu, eins gott að ég ákvað að vinna og algerlega bjarga þeim, hefðu ekkert ráðið við þetta án mín ;) já, fyrst að það segir þetta enginn annar þá segi ég þetta bara;). Ég vann frá 8-14 nennti ekki að vera lengur og fór heim og lagaði til í stofunni og núna sést í stofuborðið! En það er eitthvað sem hefur ekki gerst síðan í haust. Ætla bara að skúra yfir gólfið á eftir og innsigla svo stofuna fram til jóla :) verst að það er ekki hurð á henni sem hægt er að loka....hummm, kanski væri rafmagnsgirðing ágæt!
Annars ætlaði ég nú að reyna að byrja á þessari ritgerð, sem ég þarf að skila 14.des. en draslið í stofunni var bara farið að flæða um alla íbúð...eða var kanski draslið í íbúðinni farið að flæða inn í stofu...ekki gott að segja. En nú er amk stofan fín :) þótt restin sé eins og svín.
Planið núna er þá sem sagt að skrifa ritgerðina á morgun, taka smá pásu milli 9:30-11:00 og fara í andlitsbað, lit og plokk, halda svo áfram með ritgerðina og helst klára hana fyrir kvöldið. Vona bara að planið haldist...er ekki með plan Bé!
Till next...adios
Tuesday, December 04, 2007
Vinna sem þarf að sinna
Þegar heim var komið, þá helltist yfir mig heljarinnar þreyta! Ég lognaðist útaf í sófanum og lá þar nánast meðvitundarlaus til að verða 8. Þá fannst mér ég verða að sinna eitthvað næringarmálum fjölskyldunnar og eldaði lasagna að minni alkunnu snilld. En viti menn, Mikael vildi bara kornflögur og Kristján borðaði hummmm kanski 2 bita og var þá saddur. Hefði bara alveg geta sleppt eldamennskunni í kvöld.
Núna sit ég hér með hausverk og almennan slappleika og er að gleypa í mig hressingu (borðaði smá mat jú) en hressingin er í töflu formi, Omega 3-6-9, vítamín með steinefnum, hvítlaukstöflur og einhver lítil rauð pilla, bólgueyðandi og verkjastillandi. Þegar ég verð búin að koma þessu niður ætla ég beint í rúmið og vonast til þess að komast í vinnuna í fyrramálið.
Annars er nú lífið samt alltaf jafn dásamlegt :)
Till next...adios
Monday, December 03, 2007
Próf vinna
Var að prenta út rolluritgerðina, sem endaði með það virðulega heiti: "Áhrif íslensku sauðkindarinnar á íslenskt samfélag." vona að þetta sé nógu fræðílegur titill og vona að ég fái amk 5 fyrir ritgerðina! Það er að hellast yfir mig eitthvað kæruleysi, eða kanski bara þreyta, er farið að verða nokk sama hvað ég fæ í einkunnir bara ef ég næ!
Svo er ég að fara að vinna á morgun og hinn og hinn...og svo þrjá daga í næstu viku líka og tvo daga í vikunni þar á eftir. Svo frí jibbí :)
Þarf samt að hella mér út í aðra ritgerðarsmíð, en hún á að vera um umbyltingu á lífsháttum, efnahag og samfélagsgerð á Íslandi áð tímabilinu 1850-1950. Þessi ritgerð á að vera 2000-2500 orð og skila fyrir 14.des! Svo það er best að týna eitthvað til, svona á milli vinnu. Síðasta prófið sem ég fer svo í er 14.des. í rökfræði. Og það er bara krossapróf! Sem mér finnst ekki gaman. Svo er maður að heyra sér til hryllings að heilu haugarnir af fólki hafi fallið á þessu prófi í fyrra....krossa putta og vona það besta, já og kanski reyna að læra eitthvað undir það líka, það hjálpar ;)
Till next...adios
Friday, November 30, 2007
Veðurfar
Verð að segja frá því, að ég hitti voða fræga leikkonu hér fyrir utan áðan, man bara ekki hvað hún heitir...hún kynnti sig samt og tók í höndina á mér, en það var ekki fyrr en ég kom inn sem ég fattaði að ég held að ég hafi ekki aulað nafninu á mér út úr mér. Spurning hvor er með stjörnustæla, fræga leikkonan eða ég ;)
Ég er reyndar ekki búin að vera alveg með fulla 5 (ekki einu sinni fulla 3) síðustu daga, (eins og allir sem voru að æfa með mér á miðvikudagskv.geta vitnað um) búin að vera hálf slöpp og asnaleg eitthvað. Verð samt alveg brjáluð ef ég er að fá einhverja pest!
Jæja, ætla að senda Sverri bró rolluritgerðina í tölvupósti og komast að því hvort að eitthvað vit leynist í þessu eða hvort ég þurfi að gera þetta allt upp á nýtt....reyna svo að lesa aðeins meira í hugmmyndasögunni, en það hefur gengið MJÖÖÖÖÖÖG HÆGT í dag.
Komst annars að því í gær að jólabrjálæðið er byrjað...öll bílastæði yfirfull hjá öllum búðum og fólk æðir um með brjálæðisglampa í augum. Þetta er besti tími ársins til að vera heima hjá sér með heitt kakó og BettýCrocker köku ;)
Till next...adios
Thursday, November 29, 2007
Bara smá
Ég er búin að sitja í allan dag (fyrir utan það að fara í klippingu og litun, tók 2 tíma, og skreppa í búðina og elda mat og svoleiðis) og skrifa ritgerina miklu um Íslensku sauðkindina. Og ég get bara alveg sagt það að ég er búin að fá nóg af fjárkláða, sauðasölu og flestu sem varðar kindur fyrr og síðar. Er nú samt að spá í að skjótast í sveitina á morgum, plata Sverrir til að lesa yfir ritgerðina og hjálpa honum smá í staðin.
Svo við fyrsta tækifæri verð ég að byrja á að lesa fyrir hugmyndasöguprófið sem verður á mánudaginn, er jafnvel að spá í að taka aðra bókina með mér í rúmið á eftir og athuga hvað ég get haldið mér lengi vakandi. Var í þjóðfélagsfræðiprófi í gær, og gekk ekkert vel, og er ekkert að ýkja það, verð alveg himinsæl ef ég bara næ þessu prófi....krossa putta og vona það besta.
Jæja, ætla að fara með hugmyndasögubók nr.1 í rúmið, hafið það rosa gott krúttin mín :)
Till next...adios
Tuesday, November 27, 2007
Update
Ég er að lesa eins og brjáluð kona undir próf á morgun (kanski ekki alveg brjáluð, hummm, væri þá varla að hanga á netinu ha) í þjóðfélagsfræði. Hann var alveg að tapa sér núna kennarinn og lætur okkur taka próf úr eftirfarandi köllum: Freud, Simmel, Cooley, Mead, Parsons, Pareto, Michels, Mannheim, Mills og Merton.
Bara það að lesa um Freud tók mig heilan dag, svo sendi hann póst daginn eftir að ég las um hann og sagði að það yrði mjög lítil áhersla á Freud!!!Argh.
Svo er ég að fara í viðtal upp í skóla á eftir, tala við kennarana í 1.bekk um hann Mikael minn ;) Vona nú bara að það hafi eitthvað lagast með orðbragð og slagsmál síðan síðast.
Svo ætla ég í saumaklúbb í kvöld, þannig að ég verð að reyna að vera dugleg að lesa í dag....hummm.
Það á annars að sýna stuttverkið "Hlé" sem við fórum með í Borgarleikhúsið í haust, í Freyvangi föstudagskvöldið 30.nóv. en þá er víst 1.des hátíð hjá menningarmálanefnd sveitarinnar. Er þetta nú víst gert vegna þess á Freyvangur (þ.e húsið sjálft) á 50 ára afmæli um þessar mundir.
Samt pínu asnalegt að hafa 1.des hátíð 30. nóv. sérstaklega þar sem 1.des er á lögbundnum dajmmdegi-laugardegi. Isss flisss þetta menningar.......eitthvað.
Já svo að ég er líka búin að vera dunda mér við æfingar á þessu litla verki "Hlé-i", en það var líka aðeins bætt við það nokkrum prumpubröndurum!
Gaman að hafa nóg að gera.
Eftir prófið á morgun og á fimmtudaginn þá þarf ég svo að gera eina ritgerð um íslensku sauðkindina því ég þarf að skila henni á föstudaginn og einnig þarf ég að lesa undir hugmyndasöguprófið um helgina, en það er á mánudagsmorguninn...So mutch to do, so little time ;)
Jæja, kanski ráð að fara að byrja á einhverju að viti.
Ha de bra...
Till next...adios
Thursday, November 22, 2007
Fréttir!!!
Og vitið menn! Ég fékk 88 af 100!!!! Ég brosi í nokkra hringi og er varla að trúa þessu! Tékkaði svona 18 sinnum áður en ég var orðin nokkuð viss um að ég væri ekki að sjá ofsjónir ;)
Ég vissi nú að mér hefði gengið sæmilega á prófinu, en hefði gískað og verði mjög ánægð með 7 ! En það er náttúrulega alger snilld þegar manni tekst að koma sjálfum sér á óvart :)
Svei mér þá, ég held bara að ég sé gáfaðri en ég held ;) hehe.
Svo er ég búin að vera dugleg í morgun, þambað grænt-ginseng te og kaffi til skiptis og er svona nánast að verða búin að sigrast á kaflanum um Freud (ákvað sem sagt að lesa í þjóðfélagsfræði).
En ekki dugir að slóra, þarf að hella upp á meira kaffi og lesa og lesa og lesa :)
Njótið dagsins, lífið er dásamlegt :)
Till next...adios
Arrrrrrgh
En jæja, ætli ég reyni bara ekki að forðast rúmið mitt í dag og byrji á ritgerðinni um Íslensku sauðkindina, eða lesi 2 bækur í hugmyndasögu eða 2 bækur í þjóðfélagsfræði eða 3 bækur um rökfræði....hummm, get ekki ákveðið mig á hverju ég á að byrja ;/ Sennilega best að byrja bara á kaffi ;)
Till next...adios
Wednesday, November 21, 2007
Stundum...
Eina svona frétt heyrði ég í útvarpinu í dag, ég var að keyra heim úr skólanum og má þakka fyrir að hafa ekki keyrt á, svo hissa og hneiksluð var ég.
Eins og mörg dæmi sanna, þá láta konur oft á tíðum mjög undarlega, og virðast þessi undarlegheit oft ágerast með völdum og frama.
Já, nú er eitthvað kerlingar grei farið að mótmæla því að vera ráðherra!!!! Ekki það að hún vilji ekki vera ráðherra, heldur bara ekki ....herra. Maður segjr nú bara herra minn trúr! Og þessi keeeeeling kemur með þau dásamlegu rök að karlmenn getir ekki verið "frú" og þar að leiðandi getur kona ekki verið "herra" eða ráðherra eins og í tiltekna dæmi. (Sennilega að sýna snilli sína í rökfræði).
Það á náttúrulega bara að taka svona konur og setja þær í búr á Austurvelli öðrum til vítis og varnaðar.
Hvernig í óskupunum eiga konur að ná fram jafnréttindum með svona forpokaða vitleysisbullara við stjórnvöld? Ég veit ekki betur en að ráðherrar séu viss stétt, svona svipað og bændur, læknar , prestar, ruslakallar og s.frv. Reyndar þarf ekki að fara í skóla og læra til ráðherra, enda yrði það sennilega alltof flókið dæmi og gríðarlegt atvinnuleysi í þeirri stétt.
Ég hef amk ekki séð margar konur í læknastéttinni vilja láta breyta starfsheitinu "læknir" í "læknínu" eða eitthvað þessháttar. Enda hver myndi vilja fara til "læknínu" ef maður væri eitthvað veikur? ;)
Nei, þetta finnst mér jafn heimskulegt og þegar jafnréttiskellingin, hérna um árið, vildi láta setja græna-kallinn á umferðarljósunum í pils!
Er ekki líka mun mikilvægara að beita sér fyrir málum eins og hugsa betur um gamla fólkið, stytta biðlista á sjúkrahús, breyta námslánakerfinu þannig að bankarnir hætti að stórgræða á námsmönnum og fleira og fleira...nei, en þessi kelling fer að gera veður út af "herra".
Ekki myndi ég kjósa svona konu á þing. Enda finnst mér og hefur alltaf fundist að það sé persónan, persónuleikinn og framkvæmdarkrafturinn sem skiptir máli ekki kynið.
Kanski bara ég sem er svona forpokuð....OR NOT!
Till next...adios
Tuesday, November 20, 2007
Tímasetning
En þetta kemur vonandi inn fyrir kvöldið!
Allt annað; Mikael er í afmæli hjá bekkjarbróður svo það er voða rólegt hérna núna...en það verður kanski ekki alveg jafn rólegt á eftir. Ég þarf nefnilega að taka hann aðeins í gegn þegar hann kemur heim! Fékk bréf frá kennaranum hans í dag, þar sem mér var tjáð að honum hefði lent saman við annan strák í frímínútunum í dag. Hann vildi vera með í einhverjum leik, en þessi strákur bannaði honum það (eða sagði að hann gæti ekki verið með) og þá henti Mikael steini í átt að stráknum. Þá sagði strákurinn að hann ætlaði að segja skólaliða frá og þá sagði Mikael þessa hummm "gullvægu" setningu: "mér er alveg sama, þú ert bara hálfviti"!
Það var nefnilega sendur póstur á foreldra allra 1.bekkinga í gær, og þar var sagt frá því að mikið hefði borið á ljótu orðbragði og slagsmálum meðal krakkanna í haust. Og nú á að fara að senda foreldrum póst heim ef eitthvað bjátrar á og ef foreldrar hafa fengið 5 pósta senda heim útaf barni sínu, þá eiga þeir að gjöra svo vel að mæta í skólann og vera þar eins og kennurum þykir ástæða til!!! Og hananú! Nú reikna ég með að ég sé aðeins 4 póstum frá því að þurfa að mæta í skólann með Mikael ;/
Till next...adios
Friday, November 16, 2007
Föstudagur
Minn eldri sonur hann Kristján er að fara til fögnuðar í kvöld, það ætla að hittast nokkrir félagar í húsi eins þeirra, borða flatbökur, drekka límonaði og horfa á kvikmynd um galdradreng af engilsaxnensku bergi brotinn sem ku heita Harry Potter. Ég vona bara að þetta sé ekki yfirskyn og í reynd sé brjáluð gleði með stúlkum og alkahóli ;) hehe, nei ég hef annars engar áhyggjur af því, þar sem sonnur minn er prúður drengur og einnig hans kumpánar.
Svo nú er ég að sjóða fisk, handa mér og Mikael, svona í tilefni dagsins ;)
Ég gerði annars það í dag sem ég hef eigi gjört áður, en það var að kaupa jólagjöf fyrir mánaðarmót nóv.-des. Og meira að segja hugsa ég að ég hafi hingað til ekki keypt jólagjafir fyrr en í fyrsta lagi eftir 15.des. En núna dreif ég mig í verslun og keypti jólagjöf handa Mikael og meira að segja pakkaði henni inn í jólapappír! Mjög ánægð með sjálfa mig núna :)
Svo byrjaði ég líka á jólahreingerningunni í dag, þar að segja, það var farin pera í stofunni og ég skipti um og þvoði ljóskúpulinn í leiðinni :) og þar með er ég byrjuð að gera hreint, þótt að ég stór efi að ég haldi því áfram fyrr en í fyrsta lagi eftir próf, eða um 15.des.
Svo núna liggur fyrir að gera eina ritgerð um Íslensku sauðkindina og lesa fyrir próf á mánudaginn. Ég fékk reyndar til baka í dag efnisgrindina af ritgerðinni minni, þar hafði kennarinn sett út á það, að heiti ritgerðarinnar: "'Íslenska sauðkindin fyrr og nú" væri "frekar ófræðilegur titill" svo ég auglýsi hér með eftir fræðilegri titlum :) og svo sagði ég að ég: "myndi taka mjög jákvæða afstöðu til Íslensku sauðkindarinnar" og það þótti honum einnig: "frekar ófræðilegt að orða þetta svona". Hummm, ég er greinilega bara frekar ófræðileg! En ég fékk a.m.k að halda áfram með ritgerðina mína, verð bara að verða svolítið fræðilegri.
Jæja, ætla að draga ýsuna upp úr pottinum og fara svo að lesa um efnahagsþróun á Íslandi ;)
Hafið það gott.
Till next...adios
Thursday, November 15, 2007
Afmæli :)
ég á afmæli í dag....og svo frv.
Það er orðin hefð hjá mér í þessu bloggi að óska sjálfri mér til hamingju með afmælið og ég geri það hér með :) Til hamingju með afmælið ég sjálf :) tata!
Þetta er nú annars búinn að vera fínn dagur.
Fékk slatta af "til hamingju með afmælið" sms-um, fékk afmælisgjafir frá strákunum mínum; myndaramma og kertastjaka. Fékk afmælisgjafir frá 2 bekkjarsystrum mínum, kók og toffy crisp frá annari og crispís-nammistöng frá hinni ;) þær eru greinilega að reyna að fita mig!
Svo fórum ég og Friðbjörg á Greifann með strákunum okkar og þau (hún og guttinn hennar) gáfu mér voða flotta könnu sem á stendur: "I love sex". Á Greifanum fékk ég mér kengúrukjöt, og það var hrein snilld :) rosa gott, mæli með því. Og núna kl.19:20 sit ég hér við tölvuna mína (djásnið mitt), örlítið rauðvínslegin, og rita þetta blogg. Hugsa að mesta fjörið sé búið í dag...hehe.
Man að á sama tíma í fyrra var allt fullt af snjó, núna er 10° hiti. Á sama tíma í fyrra var ég á leiðinni niðrá Bláu könnu og sat þar í góðum félagsskap og sötraði hvítvín, núna er ég búin að drekka 2 rauðvínsglös og komin heim....farin að geyspa og hugsa um rúmið mitt. Ætli þetta sé aldurinn??? Nei, neita að viðurkenna það, ætla að skella í mig kaffi og reyna að vaka a.m.k til kl 23:00 hehe...góðar stundir :)
Till next...adios
Wednesday, November 14, 2007
jamm
Fékk reyndar "skemmtilegan" póst inn um lúguna hjá mér áðan: jólakort frá Barnaheill, sem maður ræður hvort maður borgar eða ekki (en hver hefur samvisku í að nota þau og borga ekki...hummm ekki alveg jólaandinn) og svo bækling "Hvernig get ég aukið árangur minn í fjármálum"? Ja há! Þegar stórt er spurt....annars er þetta boð frá SPRON um að koma á þessa fínu ráðstefnu um fjármál. Þar verður manni eflaust sagt að spara og borga niður skuldir, og verð ég bara að segja að ég nenni ekki að eyða 3klst. af dýrmætum degi í að hlusta á það. Enda eina ráðið fyrir mig til að auka árangur í fjármálum það að hætta í skóla og fara að vinna ;) en það ætla ég sko ekki að gera.
Verð samt að koma því að, að sl. mánaðarmót voru mjög merkileg í mínu lífi (talandi um fjármál) en það er í fyrsta sinn, síðan OMG veit ekki hvað langt síðan, (þegar ég fór að búa með karlmanni, tja, svona 21.árs) sem ég er ekki með yfirdrátt á heftinu mínu...heitir reyndar debetkortareikningur núna, hehe, þykir eflaust hallærislegt að tala um hefti ;)
Já, mér tókst sum sé að greiða loksins niður 100 ára heimild!
Og þar með lýsi ég því yfir að ég sé búin að gera mitt í bili til að auka árangur minn í fjármálum ;)
Núna bíð ég bara róleg eftri því að peningarnir fari að raðast inn á reikninginn minn :) hlýtur að vera í réttu hlutfalli við þessa yfirdráttar-vexti sem maður var alltaf að borga...hummm ekki satt? ;)
Tíminn líður ógurlega hratt þessa dagana, og maður fær nettan fiðring í magann þegar maður áttar sig á því að það eru aðeins eftir rúmar 2 vikur af skólanum!!! Kræst, og þá koma próf og ritgerðarskil og alles...úff, nei þetta verður annars bara gaman. Ætla að reyna að vinna eitthvað í desember, en annars bara að slæpast í fríi með guttunum mínum og baka kanski eina sort eða svo ;)
Maður verður farinn að syngja með henni Svölu Björgvins áður en maður veit af: "Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til..."
Rosalega er ég oft búin að skrifa maður í þetta blogg mitt! Uss, maður, nú er mála að hætta maður og drífa sig á einn fyrirlestur eða svo :)
Till next...adios
Monday, November 12, 2007
Slappleiki
Hélt ég væri bara haldin ógurlegri leti á laugardaginn og lá mest og góndi á imbann, en þegar ég ætlaði að rífa mig upp úr þessu ógurlea sleni um kvöldið og henti mér í sturtu, þá komst ég að því að þetta var ekki bara leti. Ég rétt náði að klára að skola sjampóið úr hárinu vefja um mig handklæðum og skríða (næstum bókstaflega) upp í rúm! Það var næstum liðið yfir mig og mér leið hræðilega illa, hausinn að springa og allt í volli. Komst svo að því að ég var komin með hita og lá svo bara og fann beinverkina læðast um öll mín bein. Ætli ég hafi ekki legið í rúminu í 2 tíma þegar ég hafði safnað nægjanlegum kröftum til að fara í náttföt og bursta tennurnar :/
Sunnudagurinn var einnig "hvíldardagur" og ég í rúminu nánast allan daginn, eða það sem ég komst upp með. Strákunum fannst þetta hreint ekki skemmtileg helgi og reyndar mér ekki heldur. En nú er komin mánudagsmorgun, ég er ögn hressari og ætla að reyna að skrölta í tíma á eftir (er bara ekki nógu gáfuð til að geta sleppt úr tímum) en hann Kristján minn er tekinn við og liggur nú í rúminu með dúndrandi hausverk. Mikael var aftur á móti rekinn af stað í skólann með harðri hendi og ég vona að hann sleppi við þessi óskup!
Svo það var hvorki bekkjarpartý né Páll Óskar hjá mér þessa helgina :(
Gengur vonandi betur næst, og núna ætla ég að hætta þessu væli...
Till next...adios
Saturday, November 10, 2007
Letistuð
Strákarnir hamast, slást og hamast meira og ég bara sit í eldhúsinu og væflast um veraldarheiminn og fylgist með fólki úr fjarðlægð!
Það er svo bekkjarpartý í kvöld og svo stefnan að fara í Sjallann á Pál Óskar á eftir, en ég verð að viðurkenna það að ég nenni ómögulega að fara á hvorugan staðinn. Ekki það að ég haldi ekki að það verði gaman, heldur bara það að ég er löt og vill bara vera heima í ólátunum hér ;)
Kannski eru þetta bara eftirköst eftri kabarett annirnar, sem tóku náttúrulega 2 vikur og ég var mjög lítið heima við þann tíma.
En kanski verð ég svo bara voða hress og fersk í kvöld, dríf mig í partý og skoppa svo um með "hinum krökkunum" undir dillandi tónlist Palla litla ;).....þótt að núna sé ég í besta falli til í að fara í sveitina og hjálpa Sverrir bróðir að svíða svið ;)
Jæja, það eru farin að hrúgast hér inn annara manna börn, svo ég kann ekki við annað en að klæða mig, kanski ég setji líka í þvottavél og geri eitt verkefni eða svo.
Ætlaði að setja inn eina mynd í tilefni snjókomu og hugmyndaleysis míns, en upp kom vandamálið: bX-6tj0s5 svo það verður að bíða betri tíma.
Till next...adios
Tuesday, November 06, 2007
Eftir 2 ár...
Fékk þetta sent og finst þetta sniðugt, njótið vel :)
Hugleiðing frá Andy Rooney:
Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og her eru nokkrar ástæður fyrir því:
Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?"
Henni gæti ekki verið meira sama.
Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því.
Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.
Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.
Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.
Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.
Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.
Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.
Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.
Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.
Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur,
vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.
Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:
Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.
Hvers vegna?
Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!
Andy Rooney
Till next...adios
Eftir á að hyggja...
En þetta tókst bara ljómandi vel, bæði kvöldin, ég sló í gegn og var best eins og alltaf ;) (hehe...sko, það er enginn annar að hrósa mér svo það er best að ég geri það sjálf) hógværðin uppmáluð!
Eftir kabarettinn á laugardagskvöldinu var tekið hraustlega á því og drukkið, daðrað og dansað langt fram á nótt (ekkert endilega í þessari röð samt). Voða gaman, enda var maður að skemmta sér með svo skemmtilegu fólki að þetta gat ekki orðið annað en skemmtilegt :)
Svo átti Árni næst-litli bróðir afmæli í gær :) til hamingju með það enn og aftur! Orðinn 35 ára kappinn, hann er alltaf við það að ná mér á þessum árstíma, en ég næ að jafna bilið aftur 10 dögum seinna ;)
Jæja, ætla að fara að koma mér og strákunum í rúmið, þeir búinir að snúa sólarhringnum við, eftir vetrarfrí síðustu tvo daga, og ég er þreytt eftir úrbeiningu í sveitinni í dag!
Býð góða nóða nótt og lifið heil :)
Till next...adios
Friday, November 02, 2007
Smáauglýsingar
Í kvöld byrjar kabarettinn kl.20:30 og kaffi og með´í
Annaðkvöld byrjar kabarettinn kl.21:30 og ball á eftir og allir geta haft eitthvað með sér til drykkjar ;)
Annars heitir kabarettinn því "skemmtilega" nafni "Brátt sáðlát"...en gengur samt undir heitinu "í beinni" sem fær mann ekki til að roðna jafn mikið þegar maður segir fólki á förnum vegi hvað sé um að vera í Freyvangi.
Allir að mæta í Freyvang :)
Svo er ég sjálf með fiskabúr til sölu, 56 L og það fylgja allir fylgihlutir, sandur, dæla, hitari, og skrauterí, sem sé allt nema fiskar og vatn!
Fiskarnir mínir fengu nefnilega fiskaflensu og drápust og ég bara nenni ekki að fara í meira fiskeldi í bili. En búrið er flott og eigulegt :) fæst á algeru afsláttarverði eða kr. 10.000
Ætla að fara að lesa núna í Iðnbyltingu og kíkja á línurnar mínar fyrir kabarettinn ;)
Lifið heil.
Till next...adios
Tuesday, October 30, 2007
Vetur
Nú bara snjóar og snjóar. Ég dreif mig áðan og lét skipta um dekk á bílnum, þar var lööööööng röð og ég greinilega ekki sú eina sem tók þessa ákvörðun með dekkjaskipti. En þetta hafðist á klukkutíma sem verður bara að teljast gott miðað við örtröðina!
Ég get þá a.m.k keyrt fram í Freyvang í kvöld á kabarettæfingu ;) nennti ómögulega að labba.
Talandi um Kabarett, þetta er svona að mjakast, sem er líka eins gott, þar sem sýningar eru um næstu helgi! Hummm....vonandi verður hægt að renna þessu öllu í réttri röð með söngvum í kvöld.
Ofninn inn í svefnherberginu mínu er búinn að vera að stríða mér undanfarið, hefur verið alveg ískaldur og ekkert vilja hitna sama hvað ég snéri hitastillinum. Svo fékk ég það skrítna ráð um daginn að berja hann bara með hamri! Í dag ákvað ég svo að þetta dygði ekki legur (var einhver kuldi í mér að sjá allan snjóinn) og ég reif upp hamarinn og barði ofninn duglega. Ekki leið á löngu áður en að ofninn hitnaði og nú er hann funheitur og fínn :) segið svo að ofbeldi borgi sig ekki....amk gagnvart ofnum ;)
Jæja, þarf að skreppa eftir honum Mikael í skólann, ekki hægt að láta barnið labba í "stórhríðinni".
Till next...adios
Saturday, October 27, 2007
Hjálp!
Ég vaknaði í einhverju bjartsýniskasti í morgun, ákvað að skella mér í vetrarhlaup UMFA sem ku eiga að vera í hverjum mánuði í vetur.
Hef nú reyndar ekki verið dugleg að hlaupa undanfarið, en taldi það nú litlu máli skipta og dreif mig af stað. Þarna var slatti af fólki, maður fékk að borga 500 kr. og fékk númer til að næla í sig, minnti um margt á alvöru hlaup. Svo var skokkað af stað....og þar komst ég að því, að í þessi hlaup mæta greinilega aðeins geðsjúkir hlaupafíklar! Eftir ca. 5 min sá ég ekki nokkurn rass lengur. Skokkaði framhjá nokkrum litlum strákum og einn spurði í sakleysi sínu: "ert þú síðust?" ég svaraði já og másaðist áfram. Þegar ég var rúmlega hálfnuð, og löngu búin að mæta öllum sem voru þá á bakaleiðinni, fékk ég þennan ótætis krampa í lærið, en harkaði samt af mér og kláraði hlaupið, á 1,03 klst. ekki alslæmt, en þegar kom í mark þá var eins og það væri sko verið að bíða eftir mér, númerið rifið af mér, virtist ekki vera nein tímataka (tók sko tímann sjálf) og drykkjarföngin sem boðið var uppá löngu búin! Ég skreið inn í bíl, ók heim og haltraði í sturtu. Ákvað að hætta þessum hlaupum og í besta falli skokka ein á mínum hraða og eftir minni getur og þegar mig langar....ekki borga 500 kall fyrir ekki neitt! Og til að sanna það fyrir mér og mínum að þessu hlaupastandi verði haldið í algeru lágmarki, þá fór ég í vídeóleigu, leigði 3 myndir, keypti nokkra poka af snakki, gos og NAMMI :)
Svo nú verður setið og étið horft og legið með lappir upp í sófa. Er reyndar hrædd um að ég hafi tognað eða eitthvað, er a.m.k alveg að farast í fætinum, haltra út um allt og væli, enda vælukjói mikill ;)
Till next...adios
Friday, October 26, 2007
Á hlaupum
Í dag hins vegar er ég ekki búin að vera alveg eins löt, sem er alfarið út af því að ég þurfti að mæta í skólann kl.8:10 ...reyndar sátum við svo heillengi áðan bekkjarfélagarnir og kjöftuðum um allt og ekkert...En ég hafði það af að fara með bílinn í skoðun (fékk bara eina athugasemd, hann heyrði eitthvað hljóð í hjólalegu, held að þetta hafi bara verið hljóðlega og hann haft ofheyrnir) en ég má amk keyra bílinn í ár í viðbót, vona bara að bíllinn vilji það líka ;)
Svo fór ég í apótek og keypti heilu hlössin af hálstöflum, því hann Kristján minn er búinn að vera með hálsbólgu í nokkra daga og í morgun var hann alveg raddlaus og slappur og er núna bara að horfa á Simpsons í "eymd" sinni. Var alveg "miður sín" að komast ekki í skólann. Ætla að troða mig Omega 3-6-9 og Spektro Multi-Vita-Min og vona það besta.
Er svo að fara á stjórnarfund og kabarettæfingu í kvöld, þarf að lesa eitt handrit eða svo og svo þarf ég líka að lesa helling í "hnattvæðingu og iðnbyltingu" fyrir 50% prófið á mánudaginn...púfff, best að byrja á einhverju!
Till next...adios
Tuesday, October 23, 2007
Lestur og fleira
Ákvað rétt aðeins að kíkja hérna inn og skrifa niður örfá orð. Er að myndast við að reyna að lesa fyrir þjóðfélagsfræði-próf á morgun. En það verður um þá kappa Max Weber og Emile Durkheim. En þetta voru miklir spekingar á sínum tíma og eru víst enn ;) Durkheim kallaður faðir félagsfræðinnar...svona ef einhver er einhverju nær!
Annars verð ég að reyna að vera dugleg að lesa í dag, því ég er að fara í saumaklúbb í kvöld. En það verður bara ágætt að líta upp úr bókunum og kjafta við skemmtilegu klúbbkonurnar mínar :)
Annars er nú ekki eins og ég hafi verið með nefið ofaní bókunum síðustu daga....usss, fór á opnun hjá Listasafninu með vinkonu minni á laugardaginn (þar var í boði viskí í engiferöli), svo kíkti ég á kaffihús með kunningjakonu minni frá Rvk. (og við fengum okkur hvítvín) og svo síðan en ekki síst, þá dreif ég mig á árshátíð FSA um kvöldið! En eins og glöggir menn muna þá er ég hætt að vinna á þeim "ágæta" vinnustað, en fyrrverandi samstarfs konur mínar voru svo elskulegar að drífa mig með sér :)
Fínn matur og góð skemmtiatriði og svo dansaði ég eins og fimmtán fávitar laaaaaaangt fram á nótt. Er líka með marbletti ofaná ristunum eftir troðning fullra keeeelinga. Ég var sko ekkert drukkinnnnn...hikk!
Páll Óskar ofurkjútíkrúttíbolla var að DJ-ast og hann er bara snilld. Meira að segja eru gullskórnir mínir farnir að láta á sjá eftir allan dansinn!
Svo fór ég í sveitina á sunnudaginn ( bjargaði þynnkunni minni) og hjálpaði Sverrir bró að reka inn og draga lömbin frá, og flest þeirra farin sína hinstu ferð til Húsavíkur núna...
Og svo....var hringt í mig í gær og ég "plötuð" til þess að vera með í Kabarett, fór á fyrstu æfingu í gærkveldi og kom heim með heilan bunka af texta....og ég sem ætlaði bara að vera eitthvað oggopínupons með, ef þá eitthvað ;)
En þetta verður nú yfirstaðið eftir 2 vikur, svo isss flisss....verður gaman :)
Jæja, þá eru nýjustu fréttir og stóratburðir komnir á stafrænt form, nú verð ég bara að lesa meira og meira og meira, meira í dag en í gær ;)
Till next...adios
Tuesday, October 16, 2007
Áttu áttu?
Verð að monta mig aðeins, var að fá út úr þjóðfélagsfræðiprófi áðan, sem gildir 30% af lokaeinkunn. Og ég fékk 8 !!! Ég rak upp siguröskur (ræstum því sigurrós) fór tvöfalt heljarstökk aftur á bak og flikk-flakk af gleði :) Vissi nefnilega ekkert hvernig mér gekk í þessu prófi og margir voru voða svartsýnir út í þetta próf. En núna heldur kennarinn áfram að vera krútt og ég reyni að halda áfram að lesa fyrir næsta próf, sem er reyndar bara rétt handan við hornið....
Reyndar fékk ég líka 8 fyrir smáverkefni í vinnulagi, heimildarskráningu, sem ég hélt ég væri fallin í , gerði reyndar nokkrar mjög klaufalegar klaufavillur, en það var kanski vegna þess að ég kláraði það verkefni eftir að ég kom heim af tónleikum fimmtudagskvöld og var búin að fá mér tvo bjóra. Dundaði mér við þetta eitthvað fram á nótt og fannst það fínt ;)
Mæli samt ekki með mikilli verkefnavinnu eftir bjórdrykkju....hummm.
Annars var ég í prófi í gær, í iðnbyltingu og hnattvæðingu, var aðallega spurt út í styrjaldirnar, bæði þá fyrri og síðari og kalda stríðið.
40% af prófinu voru krossaspurningar, og ég veit að mér gekk ekki vel í þeim, ég er bara alveg hræðileg mað þessa krossa! Það er svo auðvelt að rugla mig, svo hvarflar heldur ekki að mér að eitthvað af svarmöguleikunum sé bara uppspuni og því er ég endalaust að velta þessu fyrir mér og enda oftast á vitlausum svörum. Hinar spurningarnar fannst mér allt í lagi.
Annars virðist fólk líka vera eitthvað fúlt út í þetta próf, því það er búin að vera stöðug umræða um það á netinu síðan það var í gær, allir að segja að þetta hafi verið ömurlegt próf og úr efni sem enginn var búinn að lesa um....hummm.
En burtséð frá því hvernig mér gekk á þessu prófi, kemst að því á mánudaginn sennilega, þá er ég orðin mun fróðari um styrjaldirnar en ég var áður og finnst voða gaman að lesa um þetta allt saman. Væri reyndar líka voða fegin ef ekkert væri prófað úr þessu ;) en það er önnur saga ;)
Jæja, af því að mér gekk svona vel í þjóðfélagsfræðiprófinu, þá er ég að hugsa um að leggja mig aðeins ;) þarf ekki að mæta í skólann fyrr en um hádegið og það er kalt úti!
Held jafnvel að það sé kominn vetur! Þarf að fara með bílinn á verkstæði, í skoðun og í dekkjaskipti, en það er seinna tíma vandamál...á svona tímum væri gott að eiga kall ;)
Till next...adios
Saturday, October 13, 2007
Dugnaður
Byrjaði á að fara í Hagkaup með strákana og keypti þar tvennar buxur á Mikael og eina peysu. Fannst ekki ganga lengur að hafa hann alltaf í sömu gallabuxunum! Hann á sko alveg fleiri buxur, er bara á því skeiðinu núna að hann vill bara ganga í gallabuxum og var ný búinn að eyðileggja tvennar.
Svo það merkilega: Ég fór á skauta með strákana!
Jamm, og skautaði eins og ekki skautadrottning í klukkutíma!
Hef sko ekki stigið á skauta í púfff....meira en áratug, og þetta reyndi alveg á alla mína fótavöðva.
En það var voða gaman hjá okkur og Mikael var bara orðinn ansi góður, Kristján rosa flinkur, miklu betri en ég ;)
Svo fórum við bara á Búlluna og fengum okkur hammara....síðan er ég búin að vera að lesa um fyrri heimsstyrjöldina, á þá seinni eftir og kalda stríðið...próf á mánudaginn.
Till next...adios
Thursday, October 11, 2007
Skemmtilega fyndið
Ég kveikti nefnilega næstum óvart á sjónvarpinu rétt fyrir kl.17:00 í dag, og stóðu þá ekki Dagur B Eggerts, Björn Ingi framsóknarkrútt og einhverjar tvær kellingagribbur og töluðu mikið og undarlegt mál. Ég áttaði mig fljótlega á að eitthvað snérist þetta um "orku-mál" þeirra höfuðborgarbúa og nokkru seinna rann upp fyrir mér sá fyndni sannleikur að búið væri að mynda nýja ríkisstjórn í Reykjavík! Ég fór að hlæja og hló alveg óskaplega og innilega lengi vel. Svo var talað við háskælandi sjálfstæðis-minnihluta-fráfarandi-borgarstjórn og þá sprakk ég nú alveg. Þar sem þau hímdu þarna með tárvota hvarma og sögðu að hann Björn Ingi framsókanrkrútt væri vondur og óheiðarlegur bakstungumaður. Sem nota bene hafði nú samt alltaf verið gott að vinna með og aldrei borði skugga á samstarf þeirra! Hummm.... Svo hjó ég eftir einu sem sjálfstæðisvælukórinn sagði: "við hefðum náð samkomulagi ef hann Björn Ingi hefði bara verið sammála okkur". Múhahahahahahaha.....þau voru sum sé svekkt og sár yfir því að fá ekki að sukka svolítið og hygla vinum og ættingjum í formi gjafabréfa í gullnámum. Fuss og svei, sjálfstæðis spillta pakk!
Samt sem áður er ég ansi hrædd um að nú sem endranær, verði framsóknarflokknum kennt um allt sem aflaga fer, þótt hann sé að gera hið eina rétta í málinu.
Þetta sannar bara það sem ég hef alltaf sagt: X-B :)
Ég óska bara Degi og Birni Inga til hamingju með borgina og vona bara að þeir kenni þessum kellingum sem eru með þeim að hugsa svolítið meira eins og karlar í borgarstórninni, svo þær eyðileggi ekki fyrir sér og öðrum með einhverjum gribbutilþrifum....hún er nú hættulega hörundssár hún Sverrisdóttirin- sjaldan fellur eplið...
Skil ykkur eftir með hugsanir ykkar ;)
Till next...adios
Tuesday, October 09, 2007
Húsmóðir í hjáverkum
Er að sjóða fullan pott af lambaketi og fullan pott af kartöflum, og ætla mér svo að búa til afgangakássu á morgun. Þetta kalla ég að vera húsmóðir, elda hagsýnt...í svona tvo daga í viku ;)
Það er annars agalegt að þykjast vera svona mikil húsmóðir í eldamennskunni þegar Nigella er að elda krásir í sjónvarpinu með alveg ótrúlega lítilli fyrirhöfn! Og aldrei þarf Nigella að vaska upp!
Ekki það að ég öfundi hana neitt, þótt hún sé falleg, eldi krásir og borði helling án þess að vera feit, aðallega þetta með uppvaskið ;)
Allt annað, ég er að hugsa um að setja ekki fleiri einkunnir inn á bloggið mitt. Fékk út úr einu örprófi í gær (Iðnbylting og hnattvæðing) og óhætt að segja það, að sú einkunn er ekkert til að hrópa húrra fyrir...ok, ég skal segja ykkur það, ég fékk 6,3 :( En reyni að hugga mig við að það eru 3 örpróf í þessum áfanga og þau 2 bestu gilda til lokaeinkunnar 20% . Annars var þetta bara frekar gott á mig, kanski þörf ábending um það að það er komin tími til að OPNA skólabækurnar og lesa!!!!!
Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að læra. Og ég sem ætlaði að fara að skrifa um næturlífið í Reykjavík......hummmm, næst.
Till next...adios
Sunday, October 07, 2007
Borg óttans og margt smátt
Við fórum nokkur úr Freyvangsleikhúsinu í ferðalag til Reykjavíkur að sýna stuttverkið "Hlé" eftir hann Hjálmar Arinbjarnarson á stuttverkahátíðinni "margt smátt" í Borgarleikhúsinu í gær.
Við Friðbjörg vorum náttúrulega svo miklar prinsessur, að við flugum í gærmorgun suður og norður aftur í hádeginu í dag.
En gærdagurinn var ansi stífur.....ég byrjaði á að skutla strákunum í sveitina og bruna beint á flugvöllinn. Hélt reyndar að ég myndi missa af vélinni þar sem ég ætlaði aldrei að finna bílastæði! Þarna voru bílar út um allar trissur og á öllum auðum plássum, bílastæðum, grasbölum og grjóthólum. Fann fyrir rest smá grænan blett sem ég gat troðið bílnum á, komst reyndar varla út úr honum fyrir runna sem ég var klesst uppvið, en það reddaðist.
Vinkonur Friðbjargar náðu í okkur á flugvöllinn í Rvk. og keyrðu okkur upp í Kringlu, svo var æfing í Borgarleikhúsinu.
Eftir æfinguna, þá fórum við í búningunum með "kröfuspjöld" merkt Freyvangsleikhúsinu upp í Kringlu og fengum okkur að borða. Það er óhætt að segja það að við vöktum smá athygli og nokkrir Reykvíkingar eflaust pínu fróðari um Freyvangsleikhúsið núna...amk hvar það er á landinu ;)
Svo var "skrúðganga" um Kringluna með fleiri leikfélögum, sem endaði í Borgarleikhúsinu þar sem stuttverkahátíðin "Margt smátt" fór fram (reyndar átti ég það til ansi oft að kalla þessa hátíð "stórt og smátt" af og til og endalaust).
Þetta var dæmalaust skemmtileg hátíð, okkur gekk frekar vel að leika og vorum eflaust og óefað með besta leikverkið ;) þar á eftir komu verk sem: Árni bróðir leikstýrði, Árni bróðir samdi og Róbert hans Árna bró lék í. :) þetta var næstum því fjölskylduhátíð ;)
Eftir hátíðina þá fóru sumir að "græja" sig og sumir voru dágóða stund að því (ótrúlegt hvað kvennfólk getur verið lengi að taka sig til) en maður fékk sér þá bara öl og spjallaði við Pétur Einarsson á meðan ;) vona að við höfum ekki truflað hann mikið við texta lesturinn......hummm!
Svo löbbuðum við óraleið að einhverju húsi þar sem samveran átti að fara fram, það vissu heldur ekki allir hvert við vorum að fara, svo að leiðin varð kanski aðeins lengri en stóð til...en ekki svo ;) Svo var drukkinn meiri bjór og borðuð þessi fína kjötsúpa :) svo voru skemmtiatriði og fullt af skemmtilegu fólki til að tala við.
Voða voða gaman að hitta fólk sem maður hafði ekki séð leeeeengi.
En þegar miðnættið var rétt um garð gengið, þá ákváðum við Friðbjörg að rölta til Árna títtnefnda bró (fengum sko báðar að gista hjá þeim sómahjónum Árna og Siggu Láru) og kíkja á "menninguna" í miðbænum í leiðinni.
Í stuttu máli, þá lá við að maður þyrfti áfallahjálp eftir stutt stopp á 2 stöðum! En það bjargaði geðheilsunni að koma við í 10-11 og kaupa sér æðibita, bitafisk og banana í nesti, og var það maulað síðasta spottann :)
Jæja, ég fer kanski nánar út í þessa staði í næsta bloggi, er orðin þreytt og búin að skrifa allt of mikið um stórt og smátt...nei ég meina margt smátt ;)
Till next...adios
Tuesday, October 02, 2007
Góðan dag :) Fann eina mynd af mér í myndakássunni sem ég var að setja inn í tölvuna. Þessi er nú síðan einhverntíman í vetur/vor.
Bara svona fyrir þá sem sjá mig sjandan ;) hehe...
Ég veit ekki hvort ég er eitthvað að ofþreyta sjáfa mig, en um þessar mundir, þá má ég ekki opna bók án þess að sofna eftir 7 min. Og er það heldur bagalegt þegar maður þarf að lesa heilu bunkana af efni. Ef einhver lumar á ráði hvernig hægt er að lesa án þess að sofna...(nenni ekki að lesa standandi) þá væri það vel þegið.
Annars gengur mér ágætlega að sofna ekki þegar ég er að læra inn í eldhúsi á daginn, en þá er svo mikill hávaði frá krakkaormunum á leikskólanum að það truflar einbeitinguna talsvert.
Það er mjög undarlegt að vera stundum heima þegar það er ennþá leikskóli. Og kanski eins gott að ég var ekki heimavið þegar Mikael var ennþá í téðum leikskóla, ég vissi ekki að krakkar gætu búið til svona mikin hávaða! Stundum er hreinlega eins og það sé verið að pinta þau hroðalega, svoleiðis eru gólin og görgin! Svo elhúsið er ekki góður lærdómsstaður, sófinn er ekki góður lærdómsstaður, rúmið ennþá síður góður lærdómsstaður (nema þá í rúmfræði...múhahahahaha, ég er svooooo fyndin)...svo nú eru góð ráð dýr.
Kanski er ég líka bara á einhverju þreytu skeiði, búin að vera að æfa og svoleiðis.....kanski verð ég bara fín eftir helgi. Þá á nú samt að fara að byrja á Kabarett....hummm, spurning um að vera bara kanski oggopínuponsulítið með í því ;)
Jæja, nú er ég hætt að kvarta. Hætt þessu væri og reyni að gera eitthvað að viti! Og hananú!
Hér er svo ein mynd af Kristjáni, síðan á fermingardaginn hans í vor...21.apríl minnir mig ;) Nú er hann orðinn 14 ára og með hormónaflæðið á háu stigi. Og ég bókstaflega horfi á hann stækka!
Og ekki má gleyma Mikael :)
Sem er alltaf jafn sætur og hormónalaus (ennþá)
Hann er reyndar á því skeiði núna að það má ekki taka af honum myndir, þessi er síðan um fermingu Kristjáns.
Jæja, ætla að gera heiðarlega tilraun til að lesa smá, ekki horfir maður á sjónvarpið í kvöld....alþingisumræður í allt kvöld!
Till next...adios
Sunday, September 30, 2007
Bíó
Fyrst var dönsk mynd: "listin að gráta í kór" mjög góð mynd um viðkvæm málefni sem mér fannst vera gerð góð skil.
Svo var austurrísk mynd: "FOREVER, NEVER, ANYWHERE" ; glettilega skemmtileg mynd um vægast sagt mjög óheppna kappa og mannlegt eðli....eða óeðli ;)
Og síðast en ekki síst var bandarísk mynd: "Crazy love" og var það vægast sagt mögnuð ástarsaga, og það magnaðasta var að hún er sönn. Nokkurs konar heimildarmynd.
Það er verið að sýna allar þessar myndir og fleiri til á kvikmyndahátíðinni í Rvk. og mæli ég eindregið með þeim.
Er heppin að búa ekki í Reykjavík, því ég myndi sennilega fara á allar myndirnar ;) Gott að láta skammta sér smá sýnishorn hér norður ;)
Jæja, próf á morgun.....og ég alltaf jafn flink að humma fram af mér að setjast niður við lesturinn.
Afmælið fór vel fram í gær :) Kristján orðinn 14 ára.....tíminn flýgur hratt á gerfihnatta öld, sem minnir mig á það að vonbrigði haustsins voru þau að títt nefndur Pálmi Gunnarsson,sem átti að verða uppáhalds bekkjarbróðir minn í vetur, hætti greinilega við allt saman og hefur ekki látið sjá sig í skólanum.....og nafnið hanns dottið út af nemendalistanum :( skæl skæl....
Get ekki lært....er með tárin í augunum.....skæl...farin að sofa ;)
Till next...adios
Friday, September 28, 2007
Hitt og þetta
Síðan kíkkaði ég á "djass" tónleika um kvöldið, þar vour "Siggi og söfnuðinn" að spila, en það er Siggi Ingimars (betur þekktur sem Siggi Kapteinn eftir X-faktor þættina) og flinkir spilamenn með honum. Var alveg ljómandi að sitja í rólegheitum með bjór í hönd eftir hlaupin ;)
Svo settist ég niður við verkefnavinnu þegar ég kom heim um ellefu leitið, þurfti nefnilega að skila af mér verkefni í morgun. Enda laggði ég mig aðeins þegar skólinn var búinn í dag ;)
Svo er ég að fara í bíó á eftir, að sjá mynd sem kvikmyndaklúbbur Akureyrar (Kvik Yndi) er að fara að sýna.
Einnig er sprellmót háskólans í kvöld, söngvakeppni í Sjallanum og fleira, það er spurning hvort einhver orka verður eftir þá ;)
Einnig spurning um hvort að strákarnir fari nokkuð að gleyma hvernig mamma þeirra lítur út...hummm
Kristján minn á svo afmæli á morgun :) að verða 14 ára kappinn! Eitthvað verður nú af hormónaflæði hérna þá, þar sem hann ætlar að bjóða nokkrum gelgjum í afmælið sitt.
Annars er Kristján að verða svo mikið gelgja (ekki samt á neikvæðan hátt), hann er bara svo fullur af tilfinningum (hormónum) sem hann er ekkert að vita hvað hann á að gera við, svo hann fær kjökurköst, kuldaköst og er almennt í "miklu uppnámi" þessa dagana. En það góða við þetta er að hann er alltaf að faðma mig í tíma og ótíma, nokkuð sem hann hefur ekki viljað gera síðustu ár ;) Lifi gelgjan :)
Lét plata mig til að vera með í stuttverki sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu 6.okt. En þá verður stuttverkahátíðin "Margt Smátt", og vil ég nota tækifærið til að hvetja alla til að mæta og horfa og hafa gaman að. Við erum með þátt sem heitir: "hlé" og er bara mjög skemmtilegur :) Gerist í hlé-i inn í búníngsherbergi í áhugaleikhúsi.
Er farin í bíó, á danska mynd sem ég man ekki hvað heitir....
Til next...adios
Friday, September 21, 2007
Ljómandi
Mont dagsins: ég fékk út úr fyrsta verkefninu mínu í dag, en það var verkefni um ritun og ritstuld, ég átti sem sé að endurskrifa grein án þess að ritstela. Og þar sem ég þjáist af of miklum heiðarleika og gjörsneidd þeim hæfileika að stela ;) þá fékk ég 9 fyrir verkefnið :) Svo vona ég bara að framhaldið verði bara svipað ;) hehe, hope!
Held að ég hafi hlotið varnalegan skaða af stungu geitungsins þarna um daginn, er ennþá með talsverð ummerki á fætinum og hef það á tilfinningunni að það gæti bara stórt stykki dottið úr fætinum á hverri stundu! Geitungar eru a.m.k orðnir enemies nr.one!!! Ekki það að ég hafi átt óvini fyrir, ekki sem ég veit um a.m.k ;)
Svo var fyrsti fundur nýrrar stjórnar Freyvangsleikhússins sl. miðvikud.kv. þar endaði ég í að verða vara-formaður, sem átti að vera nokkurs konar "sárabætur" fyrir það að vera eina konan í stjórninni. Það virðist enginn fatta það að mér líkar það bara alls ekki illa, :) en það verður bara fínt ef þeir halda áfram að fara með mig sem prinsessu ;) hehe, sem er reyndar MJÖG ólíklegt.
En það er hellingur framundan hjá leikfélaginu, einþáttungahátíð í Borgarleikhúsinu í byrjun okt. Kabarett í byrjun nóv. reyna að gera eitthvað fyrir afmæli Freyvangs og svo ákveða leikrit fyrir veturinn....allt á fullu :)
Áhugasamir lesendur sem vilja vera með eru velkomnir :)
Ég er örlítið farin að geta klórað mig í gegnum Karl Marx og Saint-Simone og Auguste Comte og Tourqueville, og á eflaust eftir að skrifa góðan pistil um kenningar þeirra og fleira, kanski bara marga pistla, hehe....er að fara í próf á mánudaginn um þá kappa og það gildir 30% af lokaeinkunn, svo það er eins gott að vita eitthvað!
Þreytt þreytt....Mikael sofnaður í sófanum við hliðina á mér, ætla að koma okkur báðum í rúmið og skipað gæti ég Kristjáni væri mér hlýtt ;)
Till next...adios
Tuesday, September 18, 2007
Misskilningur
En á meðan ég er í þessum dagdraumum (sem ku víst vera eitt af þessum þáttum sem trufla námseinbeitingu) þá bara hlaðast upp verkefni og ólesið efni virðist engan endi taka. Nema ég taki mér tak og lesi ;/
Það er líka bara eitthvað svo mikið að gera, námskeið í dag, kindur á morgun og fundur, námskeið á fimmtud. og sennilega sláturgerð á föstudag.
Ég held bara að ég sé á því skeiði að mér finnst allt eitthvað svo yfirþyrmandi og eitthvað.
Svo finnst manni maður vera hálf þroskaheftur þegar maður sér nemanda í næstu sætaröð spila tölvuleik allan tímann, en geta samt spurt gáfulegrar spurningar um efnið.....Halló! Ég á nú bara fullt í fangi að fylgjast með og glósa í leiðinni! En ég hugga mig við að að þetta hljóti að vera fólk sem á sér ekkert líf utan lærdóms, sem getur leift sér svona lagað. Greinilega búið að liggja yfir námsefninu í viku fyrir tímann.
Best að hætta að væla og gera eitthvað.
Það var samt eitthvað annað sem ég ætlaði að blogga um, get bara enganvegin munað það...
Till next...adios
Sunday, September 16, 2007
Tíminn
Ég er nokkuð ánægð með þetta, bætti mig um ca. 5 min. síðan í Reykjavíkurmaraþoninu :) og algerlega án þess að hafa verið dugleg að æfa mig! Sem segir mér bara það að með aðeins meiri æfingu ætti ég að geta bætt mig um nokkrar mínútur í viðbót :)
Langaði bara að deila þessu með ykkur :) vissi að þið biðuð rosalega spennt eftir tímanum ;)
Ætla að demba mér í hann Karl Marx og reyna að lesa eitthvað fyrir þjóðfélagsfræði-tímann á morgun ;) er vooooooða dugleg að finna mér eitthvað annað að gera....hummm.
Till next...adios